Konurnar hrifsuðu toppsætið af Captain America Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 11:30 Konurnar trekkja að. Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeilis trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljónum Bandaríkjadala frumsýningarhelgina, tæpum þremur milljörðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði haldið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur.Á uppleið Nicki vill leika meira.Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimyndinni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig langar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverkið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeilis trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljónum Bandaríkjadala frumsýningarhelgina, tæpum þremur milljörðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði haldið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur.Á uppleið Nicki vill leika meira.Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimyndinni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig langar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverkið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira