Sviðslistahátíð fyrir börn og unglinga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 09:30 Sýning Bíbí og blaka, Fetta bretta, er önnur tveggja opnunarsýninga hátíðarinnar. Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp