Gleði, gaman, matur og vísindi í Vatnsmýrinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2014 11:00 Vatnsmýrin er ævintýraland fyrir unga sem aldna. Mynd/Magnús Helgason/Norræna húsið Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafnsins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukkan 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstraraðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafnir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafnsins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukkan 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstraraðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafnir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira