Menning

Hvaða fatnaður hentar í geimnum?

Gestalektorinn Karl Aspelund flytur innsetningarfyrirlestur sinn í dag.
Gestalektorinn Karl Aspelund flytur innsetningarfyrirlestur sinn í dag.
Karl Aspelund flytur í hádeginu í dag innsetningarfyrirlestur í stöðu gestalektors við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Ísland.

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og ber yfirskriftina Efnismenning geimsins – Fatnaður og samfélag um borð í stjarnflaugum framtíðarinnar.



Í fyrirlestrinum veltir Karl fyrir sér hvaða fatnaður sé heppilegur til langdvalar úti í geimnum, í ljósi þess að stefnt er að því að senda mannaðar stjarnflaugar út fyrir sólkerfið innan eitt hundrað ára. Á næstu áratugum verða jafnframt til varanleg samfélög manna í geimstöðvum og á öðrum hnöttum. Rétt eins og á jörðinni verður klæðnaður í geimnum einn þráður í flóknum vef efnismenningar í þessum samfélögum.



Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafnið og hefst klukkan 12.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×