Skyldi skipið sigla? Sara McMahon skrifar 13. maí 2014 10:48 Um páskana ætluðum við systkinin, makar og eitt barn að heimsækja mömmu okkar og stjúpa í Vestmannaeyjum. Miðar með Herjólfi voru bókaðir langt fram í tímann svo öruggt væri að fólk og farartæki kæmust öll með í sömu ferð. Að því loknu var aðeins hægt að bíða og vona það besta; skyldi skipið sigla frá Landeyjahöfn eins og áætlað var? Heimsóknum mínum til Eyja fækkar til muna yfir vetrartímann því það virðist varla taka því að veltast um í óðum hafsjó í þrjár klukkustundir frá Þorlákshöfn fyrir eina, stutta helgi. Sérstaklega ekki þegar heimsóknin litast af sjóriðu, lystarleysi og flökurleika. Bara ef Landeyjahöfn héldist opin allt árið um kring! Tilhugsunin um að veltast um í slæmum sjó í ekki nema hálftíma er töluvert þolanlegri. En um leið og veður gerast válynd, þá lokast Landeyjahöfn. Eitt árið lét ég mig hafa það að sigla frá Þorlákshöfn í átta metra ölduhæð (nú fussa líklega vanir sjómenn yfir eymingjaskapnum) og maginn á mér hentist upp og niður og til hægri og vinstri í takt við skipsskrokkinn. Aðgengi Vestmannaeyinga, og aðstandenda þeirra uppi á landi, að þjóð-„veginum“ til og frá Eyjum er í besta falli stopult. Ferðir geta fallið niður vegna veðurs, stundum siglir maður frá Landeyjahöfn en óvænt heim til Þorlákshafnar og bíllinn situr eftir á bílaplani austur af Hvolsvelli. Flugsamgöngur eru þokkalegar en kosta auðvitað sitt. Umræður um jarðgöng hugnast mér ekki, svona prívat og persónulega. Mér þykir tilhugsunin um að aka í gegnum jarðgöng sem liggja um svo virk gossvæði sem Eyjar og Suðurland eru ekki skemmtileg. En ég hef heldur aldrei talist áhættusækin. En snúum okkur aftur að byrjuninni, páskaferðinni til Vestmannaeyja. Hún var auðvitað aldrei farin því Herjólfi var siglt frá Þorlákshöfn í aftakaveðri og við systkinin, makar og barn urðum eftir uppi á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Um páskana ætluðum við systkinin, makar og eitt barn að heimsækja mömmu okkar og stjúpa í Vestmannaeyjum. Miðar með Herjólfi voru bókaðir langt fram í tímann svo öruggt væri að fólk og farartæki kæmust öll með í sömu ferð. Að því loknu var aðeins hægt að bíða og vona það besta; skyldi skipið sigla frá Landeyjahöfn eins og áætlað var? Heimsóknum mínum til Eyja fækkar til muna yfir vetrartímann því það virðist varla taka því að veltast um í óðum hafsjó í þrjár klukkustundir frá Þorlákshöfn fyrir eina, stutta helgi. Sérstaklega ekki þegar heimsóknin litast af sjóriðu, lystarleysi og flökurleika. Bara ef Landeyjahöfn héldist opin allt árið um kring! Tilhugsunin um að veltast um í slæmum sjó í ekki nema hálftíma er töluvert þolanlegri. En um leið og veður gerast válynd, þá lokast Landeyjahöfn. Eitt árið lét ég mig hafa það að sigla frá Þorlákshöfn í átta metra ölduhæð (nú fussa líklega vanir sjómenn yfir eymingjaskapnum) og maginn á mér hentist upp og niður og til hægri og vinstri í takt við skipsskrokkinn. Aðgengi Vestmannaeyinga, og aðstandenda þeirra uppi á landi, að þjóð-„veginum“ til og frá Eyjum er í besta falli stopult. Ferðir geta fallið niður vegna veðurs, stundum siglir maður frá Landeyjahöfn en óvænt heim til Þorlákshafnar og bíllinn situr eftir á bílaplani austur af Hvolsvelli. Flugsamgöngur eru þokkalegar en kosta auðvitað sitt. Umræður um jarðgöng hugnast mér ekki, svona prívat og persónulega. Mér þykir tilhugsunin um að aka í gegnum jarðgöng sem liggja um svo virk gossvæði sem Eyjar og Suðurland eru ekki skemmtileg. En ég hef heldur aldrei talist áhættusækin. En snúum okkur aftur að byrjuninni, páskaferðinni til Vestmannaeyja. Hún var auðvitað aldrei farin því Herjólfi var siglt frá Þorlákshöfn í aftakaveðri og við systkinin, makar og barn urðum eftir uppi á landi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun