Styður systur sína með töfrabrögðum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 09:30 Hermann Helenuson gerir allt sem hann getur til þess að styðja systur sína. mynd/aðalsteinn „Ég ætla gera allt til þess að hjálpa systur minni, við erum mjög náin,“ segir hinn 14 ára gamli töframaður Hermann Helenuson. Hann stendur fyrir töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna ásamt Töfrahetjunum í Salnum, Kópavogi næstkomandi föstudag. Sýningin er liður í því að safna fjármagni til að systir hans Karen komist erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju. Slík aðgerð kostar átta milljónir króna. Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiss konar uppákomum. Launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búinn að safna um 200.000 krónum. „Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum,“ bætir Hermann við. Litla systir hans er einnig hluti af Töfrahetjunum, Lovísa Helenudóttir, en hún er 12 ára gömul. Þau ætla öll að töfra saman og lofa flottri sýningu fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og fá nokkrir heppnir að aðstoða Töfrahetjurnar. Hermann segir að lífið hafi breyst að einhverju leyti eftir Ísland got talent-þættina. „Ég er þakklátur að hafa fengið þetta frábæra tækifæri. Það eina sem hefur breyst er kannski að fólk þekkir mann betur. Ég er samt enn þá bara með sömu vinum mínum í skólanum og líður vel,“ segir Hermann spurður út í breytingarnar. Eru ekki margir að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú, en það má ekki segja neitt,“ bætir Hermann við og hlær. Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar og fer miðasala fram á midi.is. Ísland Got Talent Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Ég ætla gera allt til þess að hjálpa systur minni, við erum mjög náin,“ segir hinn 14 ára gamli töframaður Hermann Helenuson. Hann stendur fyrir töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna ásamt Töfrahetjunum í Salnum, Kópavogi næstkomandi föstudag. Sýningin er liður í því að safna fjármagni til að systir hans Karen komist erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju. Slík aðgerð kostar átta milljónir króna. Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiss konar uppákomum. Launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búinn að safna um 200.000 krónum. „Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum,“ bætir Hermann við. Litla systir hans er einnig hluti af Töfrahetjunum, Lovísa Helenudóttir, en hún er 12 ára gömul. Þau ætla öll að töfra saman og lofa flottri sýningu fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og fá nokkrir heppnir að aðstoða Töfrahetjurnar. Hermann segir að lífið hafi breyst að einhverju leyti eftir Ísland got talent-þættina. „Ég er þakklátur að hafa fengið þetta frábæra tækifæri. Það eina sem hefur breyst er kannski að fólk þekkir mann betur. Ég er samt enn þá bara með sömu vinum mínum í skólanum og líður vel,“ segir Hermann spurður út í breytingarnar. Eru ekki margir að spyrja út í töfrabrögðin? „Jújú, en það má ekki segja neitt,“ bætir Hermann við og hlær. Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar og fer miðasala fram á midi.is.
Ísland Got Talent Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira