Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ kolfallinn Brjánn Jónasson skrifar 14. maí 2014 06:30 Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira