Samfaramyndir sendar á milli vina á Snapchat Snærós Sindradóttir skrifar 15. maí 2014 00:01 Það getur haft mjög neikvæð sálræn áhrif á þá sem verða fyrir því að myndum eða myndböndum af þeim við þessar viðkvæmu aðstæður er dreift. Dreifingin brýtur gegn friðhelgi einkalífs. Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira