Samfaramyndir sendar á milli vina á Snapchat Snærós Sindradóttir skrifar 15. maí 2014 00:01 Það getur haft mjög neikvæð sálræn áhrif á þá sem verða fyrir því að myndum eða myndböndum af þeim við þessar viðkvæmu aðstæður er dreift. Dreifingin brýtur gegn friðhelgi einkalífs. Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira