Dramatík, drungi, hrollur og kaldhæðni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:30 Hanna Dóra Sturludóttir. "Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk.“ Vísir/GVA Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á opnunartónleikum Listahátíðar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg við ljóð Alberts Giraud og frumflytja nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem er samið fyrir sömu hljóðfæraskipan. Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran syngur aðalhlutverk í báðum verkunum. „Ég er að syngja Pierrot lunaire í fyrsta skipti og það er mikil áskorun að takast á við þetta verk en líka mjög skemmtilegt,“ segir Hanna Dóra. „Bæði ljóðin og tónlistin soga mann inn í hugarheim þar sem alls konar andlit koma fram. Þar er dramatík, drungi og hryllingur en samt dálítil kaldhæðni undirliggjandi.“ Verk Atla, Hér vex enginn sítrónuviður, byggir á úrvali ljóða úr samnefndri ljóðabók Gyrðis Elíassonar. „Það er líka alveg svakalega gaman að fá að frumflytja það verk,“ segir Hanna Dóra. „Þetta eru mjög knappir og beinskeyttir textar hjá Gyrði og Atli tekur nokkur ljóðanna og setur saman í eina heild sem er bundin saman með millispilum sem hljómsveitin spilar auk slagverksleikarans Franks Aarnink og Benedikts Gylfasonar drengjasóprans, sem er mjög einbeittur og upprennandi listamaður.“ Króatíski myndbandshönnuðurinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Valerij Lisac sér um sviðsetningu tónleikanna og listræna umgjörð sem hverfist um verkið Pierrot lunaire. Hanna Dóra vill ekki gefa of mikið upp um sviðssetninguna til að spilla ekki fyrir upplifun áhorfenda. „Valerij er búinn að undirbúa sig mjög vel og kemur með sjónræna upplifun sem bætist við í Pierrot lunaire, en sjón er sögu ríkari og fólk verður bara að bíða og sjá. Hugmyndirnar hans eru mjög spennandi og bæta nýrri vídd við verkið.“ Spurð hvort ekki fylgi því aukið álag að syngja á opnunarhátíð Listahátíðar segist Hanna Dóra lítinn tíma hafa haft til að hugsa um það. „Auðvitað er rosalega glæsilegt að fá að taka þátt í opnunartónleikum Listahátíðar,“ segir hún. „Ég er bara svo einbeitt í því sem ég er að gera að ég er lítið búin að velta því fyrir mér.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira