Eldheimar opnaðir í Eyjum Freyr Bjarnason skrifar 24. maí 2014 07:00 Skærin týndust við athöfnina í gær og því var borðinn einfaldlega tekinn í burtu. Frá vinstri: Illugi Gunnarsson, Gerður Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Elliði Vignisson. Mynd/Óskar Friðriksson „Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira