Dýrasta og viðamesta sýningin til þessa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 11:00 Hafdís lofar mikilli litadýrð í Hörpu. Mynd/úr einkasafni „Við ætlum að opna þessa svakalegu stóru sýningu með því að kynna nýtt nafn félagsins og sýna hvað við erum orðin stórtæk. Þetta er stór sýning í stóru húsi,“ segir Hafdís Harðardóttir, formaður myndlistarfélagsins Litka. Félagið opnar sýningu í Hörpu í dag klukkan 17.30 með verkum sem eru í stærri kantinum en þau minnstu eru 150 sinnum 150 sentímetrar. Margir vildu taka þátt í sýningunni. Félagið gerði ráð fyrir um fimmtán listamönnum en það endaði með því að þrjátíu listamenn sýna á sýningunni sem var hún stækkuð talsvert. Félagið var stofnað árið 2008 en hét þá Félag frístundamálara. „Í upphafi voru um þrjátíu til fjörutíu félagar en nú erum við með tæplega tvö hundruð manns á félagalistanum. Við ákváðum á síðasta aðalfundi að breyta um nafn en félagið hét alltaf Félag frístundamálara. Okkur fannst það full gamaldags og misvísandi því fullt af fólki í félaginu hefur atvinnu af því að mála. Aðalmarkmiðið er að fólk hittist, kynnist, miðli og haldi sýningar. Margir treysta sér ekki að halda sýningu einir og komast ekki alls staðar inn en sem félag komumst við frekar inn á staði,“ segir Hafdís en saga er á bak við nafnið Litka. „Litka þýðir að gæða eitthvað lit. Þetta er gamalt og gott íslenskt orð.“ Sýningin í Hörpu er í Flóa, rýminu á jarðhæðinni, og stendur hún til 16. júní. Á opnuninni fá gestir óvænta gjöf sem Hafdís vill ekki gefa upp hver er en segir að gjöfin sjálf skapi eins konar gjörning á sýningunni. Félagið hefur haldið um það bil tíu sýningar síðan það var stofnað fyrir fimm árum og blandar oft á tíðum gjörningalist við sýningarnar. „Við höldum mismunandi sýningar. Stundum erum við með þema, eins og til dæmis haf eða Íslendinga. Núna höfðum við það algjörlega frjálst en lögðum áherslu á að hafa verkin stór. Við verðum með aðra sýningu í haust í galleríinu Art 67 á Laugavegi. Þar verða allar myndirnar þrjátíu sinnum þrjátíu sentimetrar og ætlum við síðan að búa til eina risastóra mynd úr verkunum,“ segir Hafdís sem hlakkar til að fagna nafnbreytingu félagsins í Hörpu í dag og lofar gestum mikilli litadýrð. „Þetta er stærsta, dýrasta og viðamesta sýningin sem við höfum haldið.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við ætlum að opna þessa svakalegu stóru sýningu með því að kynna nýtt nafn félagsins og sýna hvað við erum orðin stórtæk. Þetta er stór sýning í stóru húsi,“ segir Hafdís Harðardóttir, formaður myndlistarfélagsins Litka. Félagið opnar sýningu í Hörpu í dag klukkan 17.30 með verkum sem eru í stærri kantinum en þau minnstu eru 150 sinnum 150 sentímetrar. Margir vildu taka þátt í sýningunni. Félagið gerði ráð fyrir um fimmtán listamönnum en það endaði með því að þrjátíu listamenn sýna á sýningunni sem var hún stækkuð talsvert. Félagið var stofnað árið 2008 en hét þá Félag frístundamálara. „Í upphafi voru um þrjátíu til fjörutíu félagar en nú erum við með tæplega tvö hundruð manns á félagalistanum. Við ákváðum á síðasta aðalfundi að breyta um nafn en félagið hét alltaf Félag frístundamálara. Okkur fannst það full gamaldags og misvísandi því fullt af fólki í félaginu hefur atvinnu af því að mála. Aðalmarkmiðið er að fólk hittist, kynnist, miðli og haldi sýningar. Margir treysta sér ekki að halda sýningu einir og komast ekki alls staðar inn en sem félag komumst við frekar inn á staði,“ segir Hafdís en saga er á bak við nafnið Litka. „Litka þýðir að gæða eitthvað lit. Þetta er gamalt og gott íslenskt orð.“ Sýningin í Hörpu er í Flóa, rýminu á jarðhæðinni, og stendur hún til 16. júní. Á opnuninni fá gestir óvænta gjöf sem Hafdís vill ekki gefa upp hver er en segir að gjöfin sjálf skapi eins konar gjörning á sýningunni. Félagið hefur haldið um það bil tíu sýningar síðan það var stofnað fyrir fimm árum og blandar oft á tíðum gjörningalist við sýningarnar. „Við höldum mismunandi sýningar. Stundum erum við með þema, eins og til dæmis haf eða Íslendinga. Núna höfðum við það algjörlega frjálst en lögðum áherslu á að hafa verkin stór. Við verðum með aðra sýningu í haust í galleríinu Art 67 á Laugavegi. Þar verða allar myndirnar þrjátíu sinnum þrjátíu sentimetrar og ætlum við síðan að búa til eina risastóra mynd úr verkunum,“ segir Hafdís sem hlakkar til að fagna nafnbreytingu félagsins í Hörpu í dag og lofar gestum mikilli litadýrð. „Þetta er stærsta, dýrasta og viðamesta sýningin sem við höfum haldið.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp