Hátískuheimurinn lofar fatnað úr laxaroði Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 11:30 Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hlaut hæstu úthlutun úr hönnunarsjóði í gær en styrkurinn hljóðar upp á 2,5 milljónir. „Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“ Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira