Hvernig hljómar guðseindin? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:30 Ragnheiður Harpa: „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér.“ Vísir/GVA „Þetta er performans í hljóði og dansi. Dansi flugsins og hugmyndanna eða hugmyndaflugsins kannski,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt Flugrákir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt verður klukkan 17.45 á morgun. „Svo er þetta samtal milli flugvélanna, kórsins og áhorfenda.“ Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-eindin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. „Í rauninni er hugmyndin að baki verkinu sú að að kalla fram hvernig guðseindin hljómar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér. Þetta er flæðandi og femínískt form, engar beinar línur bara kúptar bylgjur.“ Flugvélunum tveimur er stýrt af þrautreyndum flugmönnum og það gleður Ragnheiði sérstaklega að annar þeirra er Björn Thors sem smíðaði vélina sem hann flýgur sjálfur. „Björn er sjálflærður flugvélasmiður sem er kominn á eftirlaun og það er einstakt að fá hann með okkur í þetta verkefni,“ segir hún. „Hinn flugmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson og þeir eru báðir algjörir fluglistamenn sem hefur verið ótrúlega gaman að vinna með.“Flugkempa Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.Söngurinn er mikilvægur þáttur í verkinu og um hann sér Kvennakórinn Katla sem stjórnað er af Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheiður segir sönghluta verksins hafa sprottið upp úr hugmyndinni um að syngja heiminn til sín. „Ég var mikið að skoða hvernig fólk sér heiminn og túlkar hann og rakst þá á sögur um frumbyggja Ástralíu sem hafa kortlagt álfuna sína með sönglínum sem fólk gengur eftir og syngur heiminn til sín. Bak við þá hugmyndafræði liggur sú kenning að ekkert sé í rauninni til fyrr en það er sungið. Að það sem við skynjum sé ekki raunverulegt fyrr en við getum sett það í orð. Þannig að kórinn í rauninni syngur línurnar sem flugvélarnar teikna á himininn, túlkar ferðalag þeirra og syngur heiminn til sín.“Sýningin hefst klukkan 17.45 á morgun og áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. „Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta þess við Sæbrautina og alls ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það er algjörlega nauðsynlegur þáttur í upplifuninni.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er performans í hljóði og dansi. Dansi flugsins og hugmyndanna eða hugmyndaflugsins kannski,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt Flugrákir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt verður klukkan 17.45 á morgun. „Svo er þetta samtal milli flugvélanna, kórsins og áhorfenda.“ Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-eindin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. „Í rauninni er hugmyndin að baki verkinu sú að að kalla fram hvernig guðseindin hljómar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér. Þetta er flæðandi og femínískt form, engar beinar línur bara kúptar bylgjur.“ Flugvélunum tveimur er stýrt af þrautreyndum flugmönnum og það gleður Ragnheiði sérstaklega að annar þeirra er Björn Thors sem smíðaði vélina sem hann flýgur sjálfur. „Björn er sjálflærður flugvélasmiður sem er kominn á eftirlaun og það er einstakt að fá hann með okkur í þetta verkefni,“ segir hún. „Hinn flugmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson og þeir eru báðir algjörir fluglistamenn sem hefur verið ótrúlega gaman að vinna með.“Flugkempa Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.Söngurinn er mikilvægur þáttur í verkinu og um hann sér Kvennakórinn Katla sem stjórnað er af Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheiður segir sönghluta verksins hafa sprottið upp úr hugmyndinni um að syngja heiminn til sín. „Ég var mikið að skoða hvernig fólk sér heiminn og túlkar hann og rakst þá á sögur um frumbyggja Ástralíu sem hafa kortlagt álfuna sína með sönglínum sem fólk gengur eftir og syngur heiminn til sín. Bak við þá hugmyndafræði liggur sú kenning að ekkert sé í rauninni til fyrr en það er sungið. Að það sem við skynjum sé ekki raunverulegt fyrr en við getum sett það í orð. Þannig að kórinn í rauninni syngur línurnar sem flugvélarnar teikna á himininn, túlkar ferðalag þeirra og syngur heiminn til sín.“Sýningin hefst klukkan 17.45 á morgun og áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. „Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta þess við Sæbrautina og alls ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það er algjörlega nauðsynlegur þáttur í upplifuninni.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira