Tengir löndin þrjú Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júní 2014 11:00 "Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir Kristinn, sem upphaflega samdi textann á spænsku. Þegar ég var fenginn til að taka þátt í þessu verkefni sem er styrkt með EES-styrk og peningum sem koma aðallega frá Noregi, þá varð mér hugsað til Kristínar Hákonardóttur, norsku prinsessunnar sem giftist Filippusi konungsbróður í Kastilíu um miðja 13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra aðkomu sína að sýningunni Prinsessan og kynngin sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á fimmtudagskvöldið. „Þessi saga tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og Ísland, þannig að mér fannst liggja beint við að búa eitthvað til í kringum hana.“ Kristinn semur texta verksins og flytur á sviðinu en sagan er túlkuð með miðaldatónlist, flamenkótónlist og flamenkódansi. Spænskir hljómlistarmenn og dansarar fremja flamenkóið: tveir gítarleikarar, söngvari og kröftugur dansari. Þrír tónlistarmenn spila og syngja miðaldatónlistina og dansmær dansar. Kristinn segist ekki vita til þess að miðaldatónlist og flamenkótónlist hafi verið blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að blanda þessu saman varð til vegna þess að Kristín og Filippus settust að í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi ekki verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel að láta þessar tvær tónlistartegundir kveðast á.“ Kristinn samdi textann á spænsku en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku og mun flytja hann á því ylhýra á sýningunum hér. „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir hann. „Þegar þetta er komið yfir á íslensku er svo stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og hætt við að maður freistist til að fyrna mál sitt um of, en ég held ég sé nú búinn að finna rétta tóninn.“ Sýningarnar hérlendis verða aðeins tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þegar ég var fenginn til að taka þátt í þessu verkefni sem er styrkt með EES-styrk og peningum sem koma aðallega frá Noregi, þá varð mér hugsað til Kristínar Hákonardóttur, norsku prinsessunnar sem giftist Filippusi konungsbróður í Kastilíu um miðja 13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra aðkomu sína að sýningunni Prinsessan og kynngin sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á fimmtudagskvöldið. „Þessi saga tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og Ísland, þannig að mér fannst liggja beint við að búa eitthvað til í kringum hana.“ Kristinn semur texta verksins og flytur á sviðinu en sagan er túlkuð með miðaldatónlist, flamenkótónlist og flamenkódansi. Spænskir hljómlistarmenn og dansarar fremja flamenkóið: tveir gítarleikarar, söngvari og kröftugur dansari. Þrír tónlistarmenn spila og syngja miðaldatónlistina og dansmær dansar. Kristinn segist ekki vita til þess að miðaldatónlist og flamenkótónlist hafi verið blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að blanda þessu saman varð til vegna þess að Kristín og Filippus settust að í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi ekki verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel að láta þessar tvær tónlistartegundir kveðast á.“ Kristinn samdi textann á spænsku en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku og mun flytja hann á því ylhýra á sýningunum hér. „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir hann. „Þegar þetta er komið yfir á íslensku er svo stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og hætt við að maður freistist til að fyrna mál sitt um of, en ég held ég sé nú búinn að finna rétta tóninn.“ Sýningarnar hérlendis verða aðeins tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira