Loksins orðin fullþroska Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:30 Hljómsveitina Amaba Dama skipa tíu hressir einstaklingar en sveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa. mynd/Margrèt guðmundsdottir „Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu. Airwaves Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu.
Airwaves Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira