Framhald af endurgerð sem gæti auðveldlega klikkað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 15:00 Jonah Hill og Channing Tatum snúa aftur í hlutverk sín. Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira