Fjögur ár Pawel Bartoszek skrifar 13. júní 2014 07:00 Fyrir rúmum fjórum árum sat ég og hringdi í ungt fólk fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mann sem hafði staðið í kosningabaráttu í nokkra mánuði og taldi sig hafa kynnt sér hin ýmsustu borgarmál kom það á óvart hvaða spurning það var sem brann helst á hinum ungu kjósendum. (Upplýst neðar.) Ef Öskubuskusagnariturum þessa heims verður að ósk sinni og kvikmyndir verða gerðar upp úr þeim bókum sem fyrrverandi frambjóðendur Besta flokksins rita þá verður maður hugsanlega einhvern tímann sýndur sem andlitslaus statisti í stuttu skoti úr höfuðstöðvum vonda liðsins. Fótgönguliði í dauðastjörnunni.Uppbyggileg stjórnarandstaða Hin mjög svo hlutdræga sjálfskoðun hefur samt leitt mig að því að ég hafi gert Reykjavík gagn. Þau atkvæði sem bárust Sjálfstæðisflokknum fyrir fjórum árum voru ekki nýtt til vondra verka. Aðkoma Gísla Marteins að skipulags- og samgöngumálum á seinustu fjórum árum var mikil og góð. Sömuleiðis held ég að framlag Þorbjargar Helgu til skóla- og fræðslumála á kjörtímabilinu hafi verið meira en fólk myndi vænta af óbreyttum fulltrúa minnihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni rak ekki skítuga eða ómálefnalega stjórnarandstöðu. Hanna Birna var meira að segja forseti borgarstjórnar framan af kjörtímabilinu uns hún hætti því og hin granítharða grasrót Sjálfstæðisflokksins gat tekið gleði sína á ný. Til að svara gátunni þá var algengasta spurningin sem ungir kjósendur spurðu auðvitað: „Hvenær eru aftur kosningarnar?“ Það er skrítið að þurfa að svara henni með orðunum „eftir tvo daga“. En það sýnir aðeins nauðsyn þess að fólk sé böggað.Máttur ópersónukjörs Sumir vilja meina að það mætti auka áhuga á kosningum með því að innleiða persónukjör, jafnvel þannig að menn gætu valið fólk af mörgum listum óháð flokkum. Sumir sjá jafnvel fyrir sér enga flokka. En hvaða áhrif myndi hreint persónukjör hafa á möguleika fólks til að losa sig við sitjandi ráðamenn? Ef hreint persónukjör hefði verið notað í kosningunum 2010 hefði Jón Gnarr komið inn í borgarstjórn með blússandi persónufylgi en engan annan með sér. Hið þurra og steríla listafyrirkomulag gerði honum kleift að draga inn með sér hóp af grunlausum vinum. Og satt að segja stóðu þessir grunlausu vinir Jóns sig alls ekki svo illa.Nokkur góð verk Svo ég nefni nokkra hluti: Hætt var við að byggja „samgöngumiðstöð“ í Vatnsmýri, vandræðabyggingu sem sameina átti flug-, rútu- og strætósamgöngur undir einu þaki. Byggingu sem Strætó vildi ekki, rútufyrirtækin kærðu sig ekki um og Flugfélag Íslands hafði ekki not fyrir en virtist vera á sjálfstýringu gegnum borgarkerfið. Leidd var til lykta vinna við aðalskipulag Reykjavíkur sem byggir á grófum dráttum á þéttingu byggðar og því að Reykjavík fái að vera evrópskari borg. Götur á borð við Hverfisgötuna og Borgartúnið voru endurhannaðar með það að markmiði að gera þær göngu- og hjólavænni. Það var auðvitað ekki allt án andmæla. Ef einhver einn fær meira af opinberu rými þá þarf einhver annar að fá minna af því. Og það skapar pústra. Orkuveitan var sett á réttari braut. Það er hins vegar auðvitað ekki alveg þannig að öll vandamál tengd OR séu horfin. Hinn óeðlilega hái rafmagnsreikningur Reykvíkinga er verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir einhver súperhagstæð lán sem fengin voru á sínum tíma í skjóli þess að OR var í eigu opinberra aðila. Upp á framtíðina verður að leita leiða til að koma í veg fyrir að borgin fari aftur í svona rugl. Ég ber virðingu fyrir fólki sem gefur nokkur ár ævi sinnar í þágu stjórnmála. Mig langar að þakka Jóni Gnarr fyrir það að hafa gert það. Mér líst raunar ekkert sérlega vel á þá borgarstjórn sem nú tekur við en þannig er það nú. Þótt sífellt færri kjósi ræður maður þessu víst ekki enn þá einn. Jón Gnarr sagði í einhverjum viðtölum að hann væri „í raun anarkisti“. Flestir sem segjast „í vera raun anarkistar“ eru í raun fábjánar. Jón Gnarr er undantekning þar á. Hann er enginn fábjáni. Og enginn anarkisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fyrir rúmum fjórum árum sat ég og hringdi í ungt fólk fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mann sem hafði staðið í kosningabaráttu í nokkra mánuði og taldi sig hafa kynnt sér hin ýmsustu borgarmál kom það á óvart hvaða spurning það var sem brann helst á hinum ungu kjósendum. (Upplýst neðar.) Ef Öskubuskusagnariturum þessa heims verður að ósk sinni og kvikmyndir verða gerðar upp úr þeim bókum sem fyrrverandi frambjóðendur Besta flokksins rita þá verður maður hugsanlega einhvern tímann sýndur sem andlitslaus statisti í stuttu skoti úr höfuðstöðvum vonda liðsins. Fótgönguliði í dauðastjörnunni.Uppbyggileg stjórnarandstaða Hin mjög svo hlutdræga sjálfskoðun hefur samt leitt mig að því að ég hafi gert Reykjavík gagn. Þau atkvæði sem bárust Sjálfstæðisflokknum fyrir fjórum árum voru ekki nýtt til vondra verka. Aðkoma Gísla Marteins að skipulags- og samgöngumálum á seinustu fjórum árum var mikil og góð. Sömuleiðis held ég að framlag Þorbjargar Helgu til skóla- og fræðslumála á kjörtímabilinu hafi verið meira en fólk myndi vænta af óbreyttum fulltrúa minnihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni rak ekki skítuga eða ómálefnalega stjórnarandstöðu. Hanna Birna var meira að segja forseti borgarstjórnar framan af kjörtímabilinu uns hún hætti því og hin granítharða grasrót Sjálfstæðisflokksins gat tekið gleði sína á ný. Til að svara gátunni þá var algengasta spurningin sem ungir kjósendur spurðu auðvitað: „Hvenær eru aftur kosningarnar?“ Það er skrítið að þurfa að svara henni með orðunum „eftir tvo daga“. En það sýnir aðeins nauðsyn þess að fólk sé böggað.Máttur ópersónukjörs Sumir vilja meina að það mætti auka áhuga á kosningum með því að innleiða persónukjör, jafnvel þannig að menn gætu valið fólk af mörgum listum óháð flokkum. Sumir sjá jafnvel fyrir sér enga flokka. En hvaða áhrif myndi hreint persónukjör hafa á möguleika fólks til að losa sig við sitjandi ráðamenn? Ef hreint persónukjör hefði verið notað í kosningunum 2010 hefði Jón Gnarr komið inn í borgarstjórn með blússandi persónufylgi en engan annan með sér. Hið þurra og steríla listafyrirkomulag gerði honum kleift að draga inn með sér hóp af grunlausum vinum. Og satt að segja stóðu þessir grunlausu vinir Jóns sig alls ekki svo illa.Nokkur góð verk Svo ég nefni nokkra hluti: Hætt var við að byggja „samgöngumiðstöð“ í Vatnsmýri, vandræðabyggingu sem sameina átti flug-, rútu- og strætósamgöngur undir einu þaki. Byggingu sem Strætó vildi ekki, rútufyrirtækin kærðu sig ekki um og Flugfélag Íslands hafði ekki not fyrir en virtist vera á sjálfstýringu gegnum borgarkerfið. Leidd var til lykta vinna við aðalskipulag Reykjavíkur sem byggir á grófum dráttum á þéttingu byggðar og því að Reykjavík fái að vera evrópskari borg. Götur á borð við Hverfisgötuna og Borgartúnið voru endurhannaðar með það að markmiði að gera þær göngu- og hjólavænni. Það var auðvitað ekki allt án andmæla. Ef einhver einn fær meira af opinberu rými þá þarf einhver annar að fá minna af því. Og það skapar pústra. Orkuveitan var sett á réttari braut. Það er hins vegar auðvitað ekki alveg þannig að öll vandamál tengd OR séu horfin. Hinn óeðlilega hái rafmagnsreikningur Reykvíkinga er verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir einhver súperhagstæð lán sem fengin voru á sínum tíma í skjóli þess að OR var í eigu opinberra aðila. Upp á framtíðina verður að leita leiða til að koma í veg fyrir að borgin fari aftur í svona rugl. Ég ber virðingu fyrir fólki sem gefur nokkur ár ævi sinnar í þágu stjórnmála. Mig langar að þakka Jóni Gnarr fyrir það að hafa gert það. Mér líst raunar ekkert sérlega vel á þá borgarstjórn sem nú tekur við en þannig er það nú. Þótt sífellt færri kjósi ræður maður þessu víst ekki enn þá einn. Jón Gnarr sagði í einhverjum viðtölum að hann væri „í raun anarkisti“. Flestir sem segjast „í vera raun anarkistar“ eru í raun fábjánar. Jón Gnarr er undantekning þar á. Hann er enginn fábjáni. Og enginn anarkisti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun