Fjórfrelsi án frelsis Pawel Bartoszek skrifar 20. júní 2014 07:00 Ökuþórinn opnar augun. Þarna standa læknar og fjölskylda hans. Hann getur lítið hreyft sig. Þetta lítur ekki vel út. Smám saman lærir hann að tjá sig með því að depla augnlokunum. Hann spyr: „M-U-N-É-G-G-E-T-A-G-E-N-G-I-Ð?“ Læknarnir færa honum vondar fréttir. „M-U-N-É-G-G-E-T-A-K-E-Y-R-T?“ Lögmaður mannsins sem hefur hingað til setið hljóður í horni sjúkrastofunnar stendur upp og segir: „Ja, þú ert allavega enn þá með bílpróf.“Mun EES halda? Menn spyrja gjarnan: „Mun EES-samningurinn halda þrátt fyrir gjaldeyrishöftin?“ Þetta er ekki gagnleg spurning. EES-samningurinn er ekki eitthvert plagg sem maður hengir upp á vegg. Það skiptir ekki máli hvort EES-samningurinn sjálfur haldi lagalega séð. Það sem skiptir máli er hvort venjulegt fólk á Íslandi muni áfram græða eitthvað á því að hafa hann. EES-samningurinn snýst um fjórfrelsið: Frjálsa flutninga á fólki, peningum, vörum og þjónustu milli margra Evrópulanda. Og hvernig er fjórfrelsið að halda? Við höfum sett á gjaldeyrishöft svo frjálsir fjármagnsflutningar heyra sögunni til. Vissulega virðast samstarfsþjóðir okkar hafa viðurkennt þennan neyðarrétt okkar en til lengdar er sameiginlegur markaður án frjálsra fjármagnsflutninga lítils virði. Það er auðvitað tómt mál að tala um frjálst flæði á vörum þegar maður getur ekki borgað fyrir vörurnar. Sama gildir að sjálfsögðu um frjálst flæði á þjónustu. Flest þjónusta er þannig að sá sem veitir þjónustuna vill fá borgað. Og jafnvel þótt yfirvöldin gefi fyrirheit um að þjónustukaup verði áfram heimil mun alltaf verða þörf á því að skerpa skilgreiningarnar á „þjónustu“. Dæmi um það mátti sjá í vikunni þegar Seðlabankinn ákvað að skapa óvissu um viðbótarlífeyristryggingar þúsunda Íslendinga.Enn má fólk flytja út Sem betur fer virðist frjálst flæði fólks milli Íslands og Evrópu enn halda þótt höftin hjálpi vissulega ekki til. En segjum að margir Íslendingar myndu loksins gefast upp á öllu ruglinu og ákveða að flytja burt af landinu. Segjum að stjórnvöld reyndu að streitast við til að reyna að stöðva þennan landsflótta með einhverjum hætti. Menn gætu til dæmis byrjað að setja refsigjald á námslán fólks sem flytur úr landi eða gert eitthvað enn verra. Segjum sem svo að EES-stofnanir féllust á rétt okkar til að gera eitthvað svona rugl. Við gætum glaðst yfir því að að „EES-samningurinn héldi“. En hvers virði væri samningur utan um fjórfrelsið þar sem allt frelsi væri undanskilið?Á 70 ára afmælinu Það er sama hve gott samfélag okkur tekst að búa til, það er minna virði að búa í því ef maður hefur ekki allavega þann möguleika að flytja annað. Mikið af fólki vill búa í sól þegar það verður eldra. Gamlir New York-búar flytja til Flórída. Gamlir Þjóðverjar til Spánar. Ég er ekki að segja að mig dreymi ekkert heitar en að drekka hvítvín undir pálmatré eftir sjötugt en mér þætti ömurlegt að eiga ekki möguleika á því. Þeir lesendur sem eru á fyrri hluta sinnar starfsævi þurfa að átta sig á þessu: Sé litið til sögunnar eru verulegar líkur á því að þegar þeir hætta að vinna verði „tímabundin gjaldeyrishöft“ við lýði á Íslandi og ævisparnaður þeirra verður því bundinn við þessa fallegu en litlu eyju. Á launaseðlinum ætti í raun að standa „AÐEINS TIL NOTKUNAR INNANLANDS“ við hliðina á öllum krónutölum. Í auglýsingum er stundum látið eins og fjárhagslegt öryggi á efri árum sé fyrst spurning um okkar eigin fyrirhyggju. En því miður: Aðgerðir íslenskra stjórnvalda í framtíðinni eru risastór óvissuþáttur í þeirri jöfnu. Aukinni markaðshlutdeild erlendra tryggingarfélaga var mætt með hörku. Erlendum tryggingafélögum var sagt að breyta sér í íslenska húsbréfasjóði. Hver veit hvað mönnum dettur í hug næst? Hvað þurfa margar bókabúðir að fara á hausinn áður en lokað verður á netverslun með vísan í milljarða af gjaldeyri sem tapast í hverjum mánuði? Og svo verður sagt að þetta brjóti ekki EES-samninginn. Auðvitað ekki. Gaman að halda bílprófinu. Verst að geta ekki keyrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ökuþórinn opnar augun. Þarna standa læknar og fjölskylda hans. Hann getur lítið hreyft sig. Þetta lítur ekki vel út. Smám saman lærir hann að tjá sig með því að depla augnlokunum. Hann spyr: „M-U-N-É-G-G-E-T-A-G-E-N-G-I-Ð?“ Læknarnir færa honum vondar fréttir. „M-U-N-É-G-G-E-T-A-K-E-Y-R-T?“ Lögmaður mannsins sem hefur hingað til setið hljóður í horni sjúkrastofunnar stendur upp og segir: „Ja, þú ert allavega enn þá með bílpróf.“Mun EES halda? Menn spyrja gjarnan: „Mun EES-samningurinn halda þrátt fyrir gjaldeyrishöftin?“ Þetta er ekki gagnleg spurning. EES-samningurinn er ekki eitthvert plagg sem maður hengir upp á vegg. Það skiptir ekki máli hvort EES-samningurinn sjálfur haldi lagalega séð. Það sem skiptir máli er hvort venjulegt fólk á Íslandi muni áfram græða eitthvað á því að hafa hann. EES-samningurinn snýst um fjórfrelsið: Frjálsa flutninga á fólki, peningum, vörum og þjónustu milli margra Evrópulanda. Og hvernig er fjórfrelsið að halda? Við höfum sett á gjaldeyrishöft svo frjálsir fjármagnsflutningar heyra sögunni til. Vissulega virðast samstarfsþjóðir okkar hafa viðurkennt þennan neyðarrétt okkar en til lengdar er sameiginlegur markaður án frjálsra fjármagnsflutninga lítils virði. Það er auðvitað tómt mál að tala um frjálst flæði á vörum þegar maður getur ekki borgað fyrir vörurnar. Sama gildir að sjálfsögðu um frjálst flæði á þjónustu. Flest þjónusta er þannig að sá sem veitir þjónustuna vill fá borgað. Og jafnvel þótt yfirvöldin gefi fyrirheit um að þjónustukaup verði áfram heimil mun alltaf verða þörf á því að skerpa skilgreiningarnar á „þjónustu“. Dæmi um það mátti sjá í vikunni þegar Seðlabankinn ákvað að skapa óvissu um viðbótarlífeyristryggingar þúsunda Íslendinga.Enn má fólk flytja út Sem betur fer virðist frjálst flæði fólks milli Íslands og Evrópu enn halda þótt höftin hjálpi vissulega ekki til. En segjum að margir Íslendingar myndu loksins gefast upp á öllu ruglinu og ákveða að flytja burt af landinu. Segjum að stjórnvöld reyndu að streitast við til að reyna að stöðva þennan landsflótta með einhverjum hætti. Menn gætu til dæmis byrjað að setja refsigjald á námslán fólks sem flytur úr landi eða gert eitthvað enn verra. Segjum sem svo að EES-stofnanir féllust á rétt okkar til að gera eitthvað svona rugl. Við gætum glaðst yfir því að að „EES-samningurinn héldi“. En hvers virði væri samningur utan um fjórfrelsið þar sem allt frelsi væri undanskilið?Á 70 ára afmælinu Það er sama hve gott samfélag okkur tekst að búa til, það er minna virði að búa í því ef maður hefur ekki allavega þann möguleika að flytja annað. Mikið af fólki vill búa í sól þegar það verður eldra. Gamlir New York-búar flytja til Flórída. Gamlir Þjóðverjar til Spánar. Ég er ekki að segja að mig dreymi ekkert heitar en að drekka hvítvín undir pálmatré eftir sjötugt en mér þætti ömurlegt að eiga ekki möguleika á því. Þeir lesendur sem eru á fyrri hluta sinnar starfsævi þurfa að átta sig á þessu: Sé litið til sögunnar eru verulegar líkur á því að þegar þeir hætta að vinna verði „tímabundin gjaldeyrishöft“ við lýði á Íslandi og ævisparnaður þeirra verður því bundinn við þessa fallegu en litlu eyju. Á launaseðlinum ætti í raun að standa „AÐEINS TIL NOTKUNAR INNANLANDS“ við hliðina á öllum krónutölum. Í auglýsingum er stundum látið eins og fjárhagslegt öryggi á efri árum sé fyrst spurning um okkar eigin fyrirhyggju. En því miður: Aðgerðir íslenskra stjórnvalda í framtíðinni eru risastór óvissuþáttur í þeirri jöfnu. Aukinni markaðshlutdeild erlendra tryggingarfélaga var mætt með hörku. Erlendum tryggingafélögum var sagt að breyta sér í íslenska húsbréfasjóði. Hver veit hvað mönnum dettur í hug næst? Hvað þurfa margar bókabúðir að fara á hausinn áður en lokað verður á netverslun með vísan í milljarða af gjaldeyri sem tapast í hverjum mánuði? Og svo verður sagt að þetta brjóti ekki EES-samninginn. Auðvitað ekki. Gaman að halda bílprófinu. Verst að geta ekki keyrt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun