Kynna list barokktímans í sjötta sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2014 13:30 Hátíðin hefst í hádeginu á morgun með tónleikum kammersveitarinnar Reykjavík barokk. mynd/úr einkasafni Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com. Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com.
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira