Dramatík og ást með Bollywood-ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júní 2014 12:30 Útidúr í dag. "Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Mynd/ Úr einkasafni Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira