Bryan Adams heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 08:49 Bryan Adams kemur fram á tónleikum í Hörpu í sumar. Vísir/Getty Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira