Franskur blær á Sigló Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 11:30 Þessir kátu krakkar verða í hlutverki yrðlinga í ævintýraóperunni Baldursbrá sem frumflutt verður á Siglufirði næsta laugardag. Mynd/Björk Sigurðardóttir Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“ Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“
Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira