Óskar eftir leikurum með mónólóga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2014 11:30 Katla Rut Pétursdóttir: "Ef þetta gengur upp og fólk vill taka þátt í þessu er meiningin að hafa svona kvöld reglulega í vetur.“ Vísir/GVA Við erum að auglýsa eftir listamönnum sem vilja koma og flytja mónólóg í stóra sal Tjarnarbíós þann 17. júlí,“ segir Katla Rut Pétursdóttir leikkona sem átti hugmyndina að uppákomunni og hefur umsjón með henni. „Listformið er mjög opið, textinn getur verið frumsaminn, klassískur mónólóg úr heimsbókmenntunum, unninn upp úr minningargrein, frétt, bílnúmeraplötum eða bara hverju sem fólki dettur í hug,“ bætir hún við. Það er þó ekki skilyrði að fólk treysti sér til að flytja textann sjálft heldur munu Katla og samstarfskona hennar, Halldóra Markúsdóttir, aðstoða textahöfunda við að komast í samband við leikara til að flytja mónólóginn sé þess óskað. „Það er svo mikið af skúffuskrifurum sem dreymir kannski um að sjá verkin sín lifna við þótt þau vilji kannski ekki flytja þau sjálf.“ Hámarkslengd hvers mónólógs er tíu mínútur en Katla segir hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig sá tími er nýttur. „Þetta geta verið fimm örmónólógar, einn langur eða þess vegna bara þögn og tvö orð. Það er algjörlega frjálst.“ Katla segir hugmyndina að baki verkefninu vera þá að efla samstarf leikara og koma þeim í kynni hverjum við annan. „Það hefur alveg vantað stað þar sem við getum komið saman, æft okkur, fengið uppbyggilega gagnrýni og verið örugg,“ segir hún. „Dansarar eru með dansverkstæði þar sem þeir hittast reglulega og miðla reynslu sinni og okkur langaði að koma upp þannig aðstöðu fyrir leikara. Ef þetta gengur upp og fólk vill taka þátt í þessu er meiningin að hafa svona kvöld reglulega í vetur.“ Umsóknir um þátttöku skulu sendar á netfangið tjarnarbio@gmail.com fyrir 10. júlí. Tilgreina þarf í umsókninni lengd verks og hvaða leikmuna eða aðstoðar viðkomandi þarfnast. Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Við erum að auglýsa eftir listamönnum sem vilja koma og flytja mónólóg í stóra sal Tjarnarbíós þann 17. júlí,“ segir Katla Rut Pétursdóttir leikkona sem átti hugmyndina að uppákomunni og hefur umsjón með henni. „Listformið er mjög opið, textinn getur verið frumsaminn, klassískur mónólóg úr heimsbókmenntunum, unninn upp úr minningargrein, frétt, bílnúmeraplötum eða bara hverju sem fólki dettur í hug,“ bætir hún við. Það er þó ekki skilyrði að fólk treysti sér til að flytja textann sjálft heldur munu Katla og samstarfskona hennar, Halldóra Markúsdóttir, aðstoða textahöfunda við að komast í samband við leikara til að flytja mónólóginn sé þess óskað. „Það er svo mikið af skúffuskrifurum sem dreymir kannski um að sjá verkin sín lifna við þótt þau vilji kannski ekki flytja þau sjálf.“ Hámarkslengd hvers mónólógs er tíu mínútur en Katla segir hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig sá tími er nýttur. „Þetta geta verið fimm örmónólógar, einn langur eða þess vegna bara þögn og tvö orð. Það er algjörlega frjálst.“ Katla segir hugmyndina að baki verkefninu vera þá að efla samstarf leikara og koma þeim í kynni hverjum við annan. „Það hefur alveg vantað stað þar sem við getum komið saman, æft okkur, fengið uppbyggilega gagnrýni og verið örugg,“ segir hún. „Dansarar eru með dansverkstæði þar sem þeir hittast reglulega og miðla reynslu sinni og okkur langaði að koma upp þannig aðstöðu fyrir leikara. Ef þetta gengur upp og fólk vill taka þátt í þessu er meiningin að hafa svona kvöld reglulega í vetur.“ Umsóknir um þátttöku skulu sendar á netfangið tjarnarbio@gmail.com fyrir 10. júlí. Tilgreina þarf í umsókninni lengd verks og hvaða leikmuna eða aðstoðar viðkomandi þarfnast.
Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira