Portishead óttast þá átt sem tónlistarbransinn stefnir í Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2014 10:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í kvöld. Þegar hæst stendur í stönginni verða tíu manns á sviðinu, því fullskipuð hljómsveit verður þar og má því gera ráð fyrir flottum tónleikum. vísir/getty „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum. ATP í Keflavík Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum.
ATP í Keflavík Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira