Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:30 Maria segir of margar stúlkur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. Hún vill hætta að flokka konur eftir stærðum. fréttablaðið/Daníel „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig og ég er ofboðslega ánægð,“ segir fyrirsætan Maria del Carmen Jimenez Pacifico, en Maria gerði samning við módelskrifstofuna Volúme Model Management í gær. Skrifstofan gerir einungis samning við stúlkur í svokölluðum yfirstærðum en það eru stærðir frá 40-48. Maria segir að módelskrifstofan hafi haft samband við sig að fyrra bragði í gegnum aðdáendasíðu sína á Facebook, en þetta var ekki eina stofan sem hafði áhuga. „Það voru fleiri skrifstofur á eftir mér, þar á meðal önnur frá Danmörku, en ég hafði ekki tíma til þess að fara út í viðtöl enda á kafi í skólanum,“ segir Maria, sem stundar nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands.Maria flutti hingað til lands frá Kólumbíu fyrir níu árum, en hún á íslenskan stjúpföður. Hún segir allt of margar stelpur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. „Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Það er kominn tími til þess að hætta að flokka eftir stærð og stereótýpum. Stelpur eiga að vera ánægðar í eigin skinni,“ segir Maria. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig og ég er ofboðslega ánægð,“ segir fyrirsætan Maria del Carmen Jimenez Pacifico, en Maria gerði samning við módelskrifstofuna Volúme Model Management í gær. Skrifstofan gerir einungis samning við stúlkur í svokölluðum yfirstærðum en það eru stærðir frá 40-48. Maria segir að módelskrifstofan hafi haft samband við sig að fyrra bragði í gegnum aðdáendasíðu sína á Facebook, en þetta var ekki eina stofan sem hafði áhuga. „Það voru fleiri skrifstofur á eftir mér, þar á meðal önnur frá Danmörku, en ég hafði ekki tíma til þess að fara út í viðtöl enda á kafi í skólanum,“ segir Maria, sem stundar nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands.Maria flutti hingað til lands frá Kólumbíu fyrir níu árum, en hún á íslenskan stjúpföður. Hún segir allt of margar stelpur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. „Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Það er kominn tími til þess að hætta að flokka eftir stærð og stereótýpum. Stelpur eiga að vera ánægðar í eigin skinni,“ segir Maria.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira