Rokk og rólegheit Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:00 Kurt Vile hljómar kannski betur á plötum en á tónleikum. vísir/getty Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira