Fullkominn endir á ATP Haraldur Guðmundsson skrifar 14. júlí 2014 10:30 Liðsmenn Interpol sýndu allar sínar bestu hliðar á síðasta degi ATP á laugardag. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira