Smalaði hundrað hrossum á flugvél Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. júlí 2014 00:01 Magnús á flugi. Hér er flugkappinn í háloftunum. Af hæðinni að dæma má ólíklegt teljast að hann hafi verið við smölun þegar myndin var tekin. Þótt menn séu farnir að nýta sér nútíma tækni við búnaðarstörf eiga fæstir því að venjast að sjá smala á flugvél reka hross í gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki alóvenjulegt þegar Magnús Víkingur Grímsson á í hlut en hann rak um hundrað hross inn í gerði á Svínárnesi fyrir tveimur vikum en þau höfðu stungið búhöld sinn, Sigmund Jóhannesson, af. Var Sigmundur á viku yfirreið með hátt á þriðja tug ferðamanna. Þegar hópurinn hallaði höfði í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf girðingin sig og hrossin voru ekki lengi að nýta sér frelsið og tóku á rás. „Við sáum þetta um klukkan sex um morguninn,“ rifjar Sigmundur upp. „Svo ákváðum við að hringja í Magnús og athuga hvort hann gæti fundið hrossin og hann gerði gott betur en það.“ Þegar Magnús sá hrossin úr lofti voru þau komin suður fyrir Svínárnes en þar er gerði gott. „Fyrst ég var kominn á staðinn þá fannst mér við hæfi að koma að einhverju gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég er vanur vatnalendingum ákvað ég að setja vélina niður og framan í hrossalestina. Fremstu hestar risu upp á endann og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég endurtek þennan leik þá eru þeir enn á fullri ferð. Maður kemst náttúrulega í ham við þessar aðstæður, smalamenn kannast við það. Skiptir þá engu hvort smalinn er á hesti eða flugvél. Svo ég geri þetta í fimmtánda sinn, þá staldra hestarnir við svo ég held uppteknum hætti og kem þannig lestinni af stað og rak þá inn í réttina í Svínárnesi sem hefur verið um tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir slóða og hélt þeim við efnið með því að fara í hringi og koma sífellt aftan að þeim. Var ég því feginn að vera einn á ferð því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir þessar hringbunur og var ég sjálfur orðinn ringlaður. En það eina sem Sigmundur þurfti að gera þegar hann kom að gerðinu var að loka hliðinu.“ Sigmundur var heldur en ekki kátur með málavöxtu og var ferðamönnum ekið í Svínárnes og þaðan haldið áfram för eins og ekkert hefði í skorist. Eins og sagan ber með sér er Magnús vanur að fara nýjar leiðir. Hefur hann til dæmis smalað sauðfé á flugvél í sinni búskapartíð. Eins hefur hann boðið upp á eins konar getnaðarflug frá Hrunamannahreppi. Byggðist sú þjónusta á þeirri kenningu að gáfnafar fólks fari eftir því í hvaða hæð það koma undir. Þeim mun hærra þeim mun meiri gáfur. Auglýsti hann þjónustuna í héraðsblaðinu en ekki fer fleiri sögum af henni. Ólíklegt telst þó að orðið „fluggáfaður“ eigi rætur sínar að rekja til þess arna. Hestar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Þótt menn séu farnir að nýta sér nútíma tækni við búnaðarstörf eiga fæstir því að venjast að sjá smala á flugvél reka hross í gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki alóvenjulegt þegar Magnús Víkingur Grímsson á í hlut en hann rak um hundrað hross inn í gerði á Svínárnesi fyrir tveimur vikum en þau höfðu stungið búhöld sinn, Sigmund Jóhannesson, af. Var Sigmundur á viku yfirreið með hátt á þriðja tug ferðamanna. Þegar hópurinn hallaði höfði í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf girðingin sig og hrossin voru ekki lengi að nýta sér frelsið og tóku á rás. „Við sáum þetta um klukkan sex um morguninn,“ rifjar Sigmundur upp. „Svo ákváðum við að hringja í Magnús og athuga hvort hann gæti fundið hrossin og hann gerði gott betur en það.“ Þegar Magnús sá hrossin úr lofti voru þau komin suður fyrir Svínárnes en þar er gerði gott. „Fyrst ég var kominn á staðinn þá fannst mér við hæfi að koma að einhverju gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég er vanur vatnalendingum ákvað ég að setja vélina niður og framan í hrossalestina. Fremstu hestar risu upp á endann og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég endurtek þennan leik þá eru þeir enn á fullri ferð. Maður kemst náttúrulega í ham við þessar aðstæður, smalamenn kannast við það. Skiptir þá engu hvort smalinn er á hesti eða flugvél. Svo ég geri þetta í fimmtánda sinn, þá staldra hestarnir við svo ég held uppteknum hætti og kem þannig lestinni af stað og rak þá inn í réttina í Svínárnesi sem hefur verið um tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir slóða og hélt þeim við efnið með því að fara í hringi og koma sífellt aftan að þeim. Var ég því feginn að vera einn á ferð því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir þessar hringbunur og var ég sjálfur orðinn ringlaður. En það eina sem Sigmundur þurfti að gera þegar hann kom að gerðinu var að loka hliðinu.“ Sigmundur var heldur en ekki kátur með málavöxtu og var ferðamönnum ekið í Svínárnes og þaðan haldið áfram för eins og ekkert hefði í skorist. Eins og sagan ber með sér er Magnús vanur að fara nýjar leiðir. Hefur hann til dæmis smalað sauðfé á flugvél í sinni búskapartíð. Eins hefur hann boðið upp á eins konar getnaðarflug frá Hrunamannahreppi. Byggðist sú þjónusta á þeirri kenningu að gáfnafar fólks fari eftir því í hvaða hæð það koma undir. Þeim mun hærra þeim mun meiri gáfur. Auglýsti hann þjónustuna í héraðsblaðinu en ekki fer fleiri sögum af henni. Ólíklegt telst þó að orðið „fluggáfaður“ eigi rætur sínar að rekja til þess arna.
Hestar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira