Nikkuballið á Nesinu fyrir unga sem aldna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 12:00 Nikkuballið er búið að festa sig í sessi en Ungmennaráð Seltjarnarness sér alfarið um skipulagninguna. fréttablaðið/Pjetur „Með Nikkuballinu höfum við brúað ákveðið kynslóðabil þar sem fólk á öllum aldri kemur og skemmtir sér saman,“ segir Friðrik Árni Haraldsson, sem situr í Ungmennaráði Seltjarnarness en ráðið stendur fyrir árlegu harmóníkuballi fyrir eldri borgara, Nikkuballinu svokallaða, og fer ballið fram í dag kl. 13.30 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. „Við höfum síðustu ár haldið þetta á planinu hjá Björgunarsveitinni Ársæli út á Nesi en nú urðum við að gera aðrar ráðstafanir þar sem veðurspáin hefur ekki verið upp á marga fiska. Ef spáin breytist eitthvað verður jafnvel hægt að færa fjörið út á plan en annars ætlum við bara að skemmta okkur innandyra,“ segir Friðrik. Gunnar Kvaran harmóníkuleikari mun leika fyrir dansi en auk þess verður boðið upp á hópsöng þar sem ungir og aldnir syngja saman. Þá verða léttar veitingar og kaffi einnig í boði. Ungmennaráðið er skipað ungu fólki á aldrinum 16–20 ára en auk þess að halda Nikkuballið í júlí ár hvert stendur ráðið fyrir mánaðarlegum viðburðum fyrir eldri borgara, svo sem boccia-móti, félagsvist, bingói og tölvukennslu. „Þetta er alveg rosalega skemmtilegt og gefandi fyrir okkur unga fólkið. Auk þess að hafa haldið boccia-mót og bingó höfum við haldið skemmtileg pub-quiz og farið í göngutúra. Tölvukennslan hefur einnig gengið mjög vel og margir mæta oft, tölvukunnáttan síast smám saman inn.“ Nikkuballið hefst í félagsheimili Seltjarnarness kl. 13.30 og stendur til kl. 16 en aðgangur er ókeypis. Friðrik hvetur alla, unga sem aldna, til að kíkja við á morgun. „Það verður sannkallað stuð hjá okkur. Fókusinn verður auðvitað aðallega á eldri borgurunum en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Með Nikkuballinu höfum við brúað ákveðið kynslóðabil þar sem fólk á öllum aldri kemur og skemmtir sér saman,“ segir Friðrik Árni Haraldsson, sem situr í Ungmennaráði Seltjarnarness en ráðið stendur fyrir árlegu harmóníkuballi fyrir eldri borgara, Nikkuballinu svokallaða, og fer ballið fram í dag kl. 13.30 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. „Við höfum síðustu ár haldið þetta á planinu hjá Björgunarsveitinni Ársæli út á Nesi en nú urðum við að gera aðrar ráðstafanir þar sem veðurspáin hefur ekki verið upp á marga fiska. Ef spáin breytist eitthvað verður jafnvel hægt að færa fjörið út á plan en annars ætlum við bara að skemmta okkur innandyra,“ segir Friðrik. Gunnar Kvaran harmóníkuleikari mun leika fyrir dansi en auk þess verður boðið upp á hópsöng þar sem ungir og aldnir syngja saman. Þá verða léttar veitingar og kaffi einnig í boði. Ungmennaráðið er skipað ungu fólki á aldrinum 16–20 ára en auk þess að halda Nikkuballið í júlí ár hvert stendur ráðið fyrir mánaðarlegum viðburðum fyrir eldri borgara, svo sem boccia-móti, félagsvist, bingói og tölvukennslu. „Þetta er alveg rosalega skemmtilegt og gefandi fyrir okkur unga fólkið. Auk þess að hafa haldið boccia-mót og bingó höfum við haldið skemmtileg pub-quiz og farið í göngutúra. Tölvukennslan hefur einnig gengið mjög vel og margir mæta oft, tölvukunnáttan síast smám saman inn.“ Nikkuballið hefst í félagsheimili Seltjarnarness kl. 13.30 og stendur til kl. 16 en aðgangur er ókeypis. Friðrik hvetur alla, unga sem aldna, til að kíkja við á morgun. „Það verður sannkallað stuð hjá okkur. Fókusinn verður auðvitað aðallega á eldri borgurunum en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp