Ofbeldisfólkið Pawel Bartoszek skrifar 25. júlí 2014 07:00 Maður hefur áhugamál sem færir honum mikla ánægju og peninga. Áhugamálinu fylgja hættur fyrir þann sem stundar áhugamálið. Áhrif á aðra eru engin. Sumum finnst áhugamálið ógeðslegt. Aðrir eru hræddir um að ungt fólk fari að apa eftir áhugamálinu. Krafan um að áhugamálið verði bannað verður háværari. Þetta gæti átt við um margt: MMA, kappakstur, skotveiði, kvalalostakynlíf, eða annað sem einhverjum finnst ógeð. En setjum okkur aðeins í spor fólksins sem stundar þessi ógeðslegu áhugamál. Hugsum okkur boxara. Dag einn mætir löggan í æfingasalinn hans og tekur af honum boxhanskana og sekkinn. Aðstöðunni er lokað. Sektum og fangelsisvist er hótað. Auðvitað er þetta ofbeldi. Einhverjum kann að þykja það ofbeldi réttlætanlegt en ofbeldi er það án nokkurs vafa. Vitanlega beitum við slíku ofbeldi af og til. Við bönnum fólki að keyra undir áhrifum áfengis og refsum fólki sem gerir það. Auðvitað er það líka ofbeldi en í því tilfelli má vel rökstyðja það með því móti að verið sé að verja líf annarra. Og, það sem mestu máli skiptir, aðrar mildari leiðir blasa ekki við.Frelsi fullorðinsáranna Það er yndislegt að vera fullorðinn. Í alvörunni. Maður getur borðað það sem maður vill. Drukkið það sem manni sýnist. Séð hvað sem er í bíó og verið úti á kvöldin. Fullorðið fólk talar stundum um hvað það fylgja þessu miklar skyldur og kvaðir en það er satt að segja smámál miðað við allt það frelsi sem fylgir. Enda biður enginn sjálfviljugur um sjálfræðissviptingu. Eitt af því sem ég hef orðið hvað ánægðastur með við það að vera fullorðinn tengist samt ekki löggjöf heldur félagslegum þroska. Það er yndislegt að að þurfa ekki lengur að ljúga til að falla í hópinn. Ég þarf ekki að fela það að ég hlusta helst á Cörlu Bruni og rúmenska danstónlist. Ég þarf ekki lengur að láta sem mér finnist kvikmynd betri eftir því sem hún er ógeðslegri eins og ég gerði þegar ég var táningur. Ég hef til dæmis ekki gaman af hrollvekjum. Sumt fólk hefur gaman af hrollvekjum. Fínt hjá því. Ekki ætla ég að þykjast hafa gaman af hrollvekjum og ekki ætla ég að smíða hálfgildingssiðfræði í kringum klígju mína til þess að réttlæta hrollvekjubann. Sumt er bara spurning um smekk en ekki muninn á góðu og illu.Á að banna ógeð? Fólki má finnast iðja annarra ógeðsleg. Fólk má tjá þá skoðun að því finnist einhver iðja ógeðsleg. En menn vilja gjarnan ganga lengra og banna hluti. Hér verður að staldra við. Ef einhver vill banna fólki að stunda áhugamál sín þá verður hann að réttlæta það ofbeldi með einhverju sterkara en eigin klígju. Hugsum okkur kvikmyndagerðarmanninn sem má ekki lengur taka upp kvikmyndir vegna þess að fólki þykir þær ógeðslegar. Hugsum okkur bardagamanninn sem horfir fram á það að þurfa að hætta að slást við annað fullorðið fólk því einhverjum finnst slagsmálin vera „ógeðsleg“. Hvaða stjórn geta „hinir ógeðslegu“ haft á því hvernig aðrir upplifa það sem þeir gera? Enga. Maður stjórnar ekki því sem gerist í heilanum á öðru fólki.Off-takkinn Menn nota orðið ofbeldi á mismunandi hátt. Almennt þýðir það þvingun. En þegar talað er um ofbeldisfullar kvikmyndir er ekki átt við kvikmyndir þar sem leikararnir hafa verið neyddir til að leika heldur myndir þar sem sögupersónurnar upplifa ofbeldi. Sumar bardagaíþróttir mætti kalla „ofbeldisfullar“ í svipuðum skilningi. En kannski væri réttara að kalla þær „lemjufullar“. Því þegar um er að ræða íþróttir sem fullorðið fólk stundar, með fullu samþykki allra, er eiginlega fáránlegt að spyrða þær saman við alvöruofbeldi. Alvöruofbeldi er nefnilega það þegar einhver er neyddur til að gera það sem hann vill ekki gera eða einhverjum er meinað að gera það sem hann vill gera. Hvort tveggja á stundum rétt á sér. En ef fólki líkar ekki eitthvert afþreyingarefni þá getur það bara horft á eitthvað annað. Það er ofbeldisminni leið en sú að láta banna dót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Maður hefur áhugamál sem færir honum mikla ánægju og peninga. Áhugamálinu fylgja hættur fyrir þann sem stundar áhugamálið. Áhrif á aðra eru engin. Sumum finnst áhugamálið ógeðslegt. Aðrir eru hræddir um að ungt fólk fari að apa eftir áhugamálinu. Krafan um að áhugamálið verði bannað verður háværari. Þetta gæti átt við um margt: MMA, kappakstur, skotveiði, kvalalostakynlíf, eða annað sem einhverjum finnst ógeð. En setjum okkur aðeins í spor fólksins sem stundar þessi ógeðslegu áhugamál. Hugsum okkur boxara. Dag einn mætir löggan í æfingasalinn hans og tekur af honum boxhanskana og sekkinn. Aðstöðunni er lokað. Sektum og fangelsisvist er hótað. Auðvitað er þetta ofbeldi. Einhverjum kann að þykja það ofbeldi réttlætanlegt en ofbeldi er það án nokkurs vafa. Vitanlega beitum við slíku ofbeldi af og til. Við bönnum fólki að keyra undir áhrifum áfengis og refsum fólki sem gerir það. Auðvitað er það líka ofbeldi en í því tilfelli má vel rökstyðja það með því móti að verið sé að verja líf annarra. Og, það sem mestu máli skiptir, aðrar mildari leiðir blasa ekki við.Frelsi fullorðinsáranna Það er yndislegt að vera fullorðinn. Í alvörunni. Maður getur borðað það sem maður vill. Drukkið það sem manni sýnist. Séð hvað sem er í bíó og verið úti á kvöldin. Fullorðið fólk talar stundum um hvað það fylgja þessu miklar skyldur og kvaðir en það er satt að segja smámál miðað við allt það frelsi sem fylgir. Enda biður enginn sjálfviljugur um sjálfræðissviptingu. Eitt af því sem ég hef orðið hvað ánægðastur með við það að vera fullorðinn tengist samt ekki löggjöf heldur félagslegum þroska. Það er yndislegt að að þurfa ekki lengur að ljúga til að falla í hópinn. Ég þarf ekki að fela það að ég hlusta helst á Cörlu Bruni og rúmenska danstónlist. Ég þarf ekki lengur að láta sem mér finnist kvikmynd betri eftir því sem hún er ógeðslegri eins og ég gerði þegar ég var táningur. Ég hef til dæmis ekki gaman af hrollvekjum. Sumt fólk hefur gaman af hrollvekjum. Fínt hjá því. Ekki ætla ég að þykjast hafa gaman af hrollvekjum og ekki ætla ég að smíða hálfgildingssiðfræði í kringum klígju mína til þess að réttlæta hrollvekjubann. Sumt er bara spurning um smekk en ekki muninn á góðu og illu.Á að banna ógeð? Fólki má finnast iðja annarra ógeðsleg. Fólk má tjá þá skoðun að því finnist einhver iðja ógeðsleg. En menn vilja gjarnan ganga lengra og banna hluti. Hér verður að staldra við. Ef einhver vill banna fólki að stunda áhugamál sín þá verður hann að réttlæta það ofbeldi með einhverju sterkara en eigin klígju. Hugsum okkur kvikmyndagerðarmanninn sem má ekki lengur taka upp kvikmyndir vegna þess að fólki þykir þær ógeðslegar. Hugsum okkur bardagamanninn sem horfir fram á það að þurfa að hætta að slást við annað fullorðið fólk því einhverjum finnst slagsmálin vera „ógeðsleg“. Hvaða stjórn geta „hinir ógeðslegu“ haft á því hvernig aðrir upplifa það sem þeir gera? Enga. Maður stjórnar ekki því sem gerist í heilanum á öðru fólki.Off-takkinn Menn nota orðið ofbeldi á mismunandi hátt. Almennt þýðir það þvingun. En þegar talað er um ofbeldisfullar kvikmyndir er ekki átt við kvikmyndir þar sem leikararnir hafa verið neyddir til að leika heldur myndir þar sem sögupersónurnar upplifa ofbeldi. Sumar bardagaíþróttir mætti kalla „ofbeldisfullar“ í svipuðum skilningi. En kannski væri réttara að kalla þær „lemjufullar“. Því þegar um er að ræða íþróttir sem fullorðið fólk stundar, með fullu samþykki allra, er eiginlega fáránlegt að spyrða þær saman við alvöruofbeldi. Alvöruofbeldi er nefnilega það þegar einhver er neyddur til að gera það sem hann vill ekki gera eða einhverjum er meinað að gera það sem hann vill gera. Hvort tveggja á stundum rétt á sér. En ef fólki líkar ekki eitthvert afþreyingarefni þá getur það bara horft á eitthvað annað. Það er ofbeldisminni leið en sú að láta banna dót.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun