Kvennatrend fyrir haustið 2014

Yfirhöfn: Sherling-jakkar og kápur, klassískir biker-leðurjakkar eða veglegar síðar kápur eru málið í haust. Ponsjó er líka eitthvað sem heillar mig mjög yfir góðan leðurjakka, ég get líklega þakkað Burberry Prorsum fyrir það.
Grátt: Ég hef alltaf verið mjög veik fyrir gráum tónum og er því alsæl með að grár sé einn af trend-litum haustsins. Grá jogging-peysa með lógói, prjónuð peysa, stuttermabolur eða jafnvel yfirhöfn. Steinliggur!
Peysur: Síðar peysur sem ganga sem kjólar heilla mig mjög. Western og folk-print eru áberandi í haust, sem og litirnir rauður og appelsínugulur. Skemmtilegt trend með þykkum sokkabuxum og grófum „boots“, bæði í skólann og við fínni tilefni.
Herratrend fyrir haustið 2014

Einfaldleiki: Skandinavísk hönnun er oftast einföld með mikið notkunargildi. Sniðin eru áreynslulaus og flíkurnar oftar en ekki einlitar. Litirnir fyrir herrana eru klassískir, svartur, hvítur, blár og grár með góðri skvettu af grænum. Hugtakið „less is more“ á ágætlega við um tískuna þessi misserin.
Raw Denim: Það er gulls ígildi að eiga dökkbláar óþvegnar gallabuxur sér til brúks. Fallegt er að bretta eða rúlla upp á buxurnar og vera jafnvel í brúnum leður- eða rúskinnsskóm við. Sniðin á buxunum eru einnig að færast meira úr níðþröngu (skinny) í þröngt (slim/tapered) eða beint (regular).
Hvítt: Undanfarið hefur 90"s-tískan verið að ryðja sér til rúms aftur að einhverju leyti. Það sem maður tekur sterkt eftir er hvíti liturinn. Hvítir strigaskór hafa ávallt verið vinsælir en fyrir karlmenn munum við sjá hvítar peysur, buxur, jakka og aukahluti líkt og húfur og hatta.