„Þetta er grafalvarlegt mál“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 22:35 Vill skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari skýringum frá innanríkisráðherra varðandi lekamálið. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney. Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney.
Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39