Stíla inn á nýja tónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 13:30 Skipuleggjendur Gunnhildur Daðadóttir, Elín Ásta Ólafsdóttir og Guðný Þóra Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/Stefán „Hér iðar allt af ungu fólki og það er létt yfir öllum,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, skipuleggjandi Tónlistarhátíðar unga fólksins, þar sem hún er stödd í menningarmiðstöðinni Molanum í Kópavogi. Gegnt Molanum blasir Salurinn við. Þar voru opnunartónleikar hátíðarinnar í gærkveldi en í kvöld er röðin komin að Hughrifum tónanna þar sem Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari og María Ösp Ómarsdóttir sameina krafta sína. Þær hafa verið við framhaldsnám í Danmörku síðustu ár og tekið þátt í margs konar tónlistarstarfi bæði þar og hér heima að sögn Guðnýjar Þóru. Annað kvöld verða Magnús Hallur Jónsson tenór og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari með ljóðatónlist í Salnum. Að sögn Guðnýjar Þóru hafa þau bæði verið í löngu námi í Þýskalandi og starfa þar. Á sunnudaginn koma svo kennararnir á námskeiðunum og í vinnustofunum fram á sviðið með sína list. Þetta er sjötta árið sem Tónlistarhátíð unga fólksins er haldin. Auk ofangreindra tónleika er þar fjöldi námskeiða, vinnustofa, fyrirlestra og tónleika í boði fyrir ungt tónlistarfólk á öllum námsstigum. Guðný Þóra hefur haldið utan um starfið frá upphafi. „Ég stofnaði hátíðina í samstarfi við vin minn, Helga Jónsson, til að gefa ungum tónlistarnemum kost á að sækja námskeið hér heima. Áður þurftu flestir að fara til útlanda til að taka þátt í þeim,“ útskýrir hún. Hún segir hátíðina hafa þróast gegnum árin. „Til að byrja með vorum við með hefðbundin verk eftir eldri tónskáld en nú erum við meira farin að stíla inn á nýja tónlist og erum með fjölda íslenskra verka, bæði frumflutt og endurflutt. Á hátíðinni koma því saman þeir sem semja tónlistina og þeir sem miðla henni til fólks. Það þykir okkur gaman.“ Dagskráin í Salnum er eftirfarandi: HUGHRIF TÓNANNA, í kvöld 8. ágúst klukkan 20. María Ösp Ómarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir Dúóið mun frumflytja verk eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson auk þess að leika verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Oliver Messiaen, Þorkel Sigurbjörnsson, Piazzola og Pärt, fyrir píanó og þverflautu. LJÓÐAGRÜTZE, laugardaginn 9. ágúst klukkan 20. Magnús Hallur Jónsson og Ingileif Bryndís Þórsdóttir flytja íslensk og erlend ljóð og lög. Sem dæmi má nefna Ég lít í anda liðna tíð, Kall sat undir kletti og Brúnaljós þín blíðu. KAMMERTÓNLEIKAR KENNARA, sunnudaginn 10. ágúst klukkan 11. Auður Hafsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Pia Eva Greiner-Davis, Peter Maté, Hallfríður Ólafsdóttir og Gyða Valtýsdóttir. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Hér iðar allt af ungu fólki og það er létt yfir öllum,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, skipuleggjandi Tónlistarhátíðar unga fólksins, þar sem hún er stödd í menningarmiðstöðinni Molanum í Kópavogi. Gegnt Molanum blasir Salurinn við. Þar voru opnunartónleikar hátíðarinnar í gærkveldi en í kvöld er röðin komin að Hughrifum tónanna þar sem Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari og María Ösp Ómarsdóttir sameina krafta sína. Þær hafa verið við framhaldsnám í Danmörku síðustu ár og tekið þátt í margs konar tónlistarstarfi bæði þar og hér heima að sögn Guðnýjar Þóru. Annað kvöld verða Magnús Hallur Jónsson tenór og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanóleikari með ljóðatónlist í Salnum. Að sögn Guðnýjar Þóru hafa þau bæði verið í löngu námi í Þýskalandi og starfa þar. Á sunnudaginn koma svo kennararnir á námskeiðunum og í vinnustofunum fram á sviðið með sína list. Þetta er sjötta árið sem Tónlistarhátíð unga fólksins er haldin. Auk ofangreindra tónleika er þar fjöldi námskeiða, vinnustofa, fyrirlestra og tónleika í boði fyrir ungt tónlistarfólk á öllum námsstigum. Guðný Þóra hefur haldið utan um starfið frá upphafi. „Ég stofnaði hátíðina í samstarfi við vin minn, Helga Jónsson, til að gefa ungum tónlistarnemum kost á að sækja námskeið hér heima. Áður þurftu flestir að fara til útlanda til að taka þátt í þeim,“ útskýrir hún. Hún segir hátíðina hafa þróast gegnum árin. „Til að byrja með vorum við með hefðbundin verk eftir eldri tónskáld en nú erum við meira farin að stíla inn á nýja tónlist og erum með fjölda íslenskra verka, bæði frumflutt og endurflutt. Á hátíðinni koma því saman þeir sem semja tónlistina og þeir sem miðla henni til fólks. Það þykir okkur gaman.“ Dagskráin í Salnum er eftirfarandi: HUGHRIF TÓNANNA, í kvöld 8. ágúst klukkan 20. María Ösp Ómarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir Dúóið mun frumflytja verk eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson auk þess að leika verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Oliver Messiaen, Þorkel Sigurbjörnsson, Piazzola og Pärt, fyrir píanó og þverflautu. LJÓÐAGRÜTZE, laugardaginn 9. ágúst klukkan 20. Magnús Hallur Jónsson og Ingileif Bryndís Þórsdóttir flytja íslensk og erlend ljóð og lög. Sem dæmi má nefna Ég lít í anda liðna tíð, Kall sat undir kletti og Brúnaljós þín blíðu. KAMMERTÓNLEIKAR KENNARA, sunnudaginn 10. ágúst klukkan 11. Auður Hafsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Pia Eva Greiner-Davis, Peter Maté, Hallfríður Ólafsdóttir og Gyða Valtýsdóttir.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp