Ráðherra biðst undan dómsmálum ingvar haraldsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Aðstoðarmaðurinn ákærður Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið. vísir/stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu. Lekamálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Lekamálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira