Lífið snýst um fiðluna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 13:30 "Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar,“ segir Geirþrúður Ása. Fréttablaðið/Stefán „Við Julien kynntumst fyrst fyrir algera tilviljun sem Fulbright-styrkþegar, á ráðstefnu sem við vorum send á, hvort úr sinni áttinni. En byrjuðum að spila saman 2011,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem ásamt Belganum Julien Beurms heldur tónleika í Hannesarholti annað kvöld klukkan 20. Þar spila þau fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmenska dansa eftir Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravels. Spurningu um hvort þau Julien séu par svarar Geirþrúður neitandi. „En við erum bestu vinir. Vorum saman með tónleika í mars í Harvard-háskólanum í Boston og komum svo aftur saman núna í ágúst. Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar.“ Geirþrúður Ása var að flytja til Íslands eftir sex ára útivist og ætlar að byrja að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. „Mér finnst algerlega tímabært að koma heim,“ segir hún. „Sex ár eru dálítið langur tími.“ Þriggja ára var hún þegar byrjuð að læra á fiðluna – í Susuki-skólanum. „Svo hélt ég bara áfram. Þetta var algerlega það sem mig langaði að gera. Ég var spilandi alls staðar og er enn. Lífið snýst um fiðluna,“ segir hún glaðlega og kveðst hafa lokið námi frá Listaháskólanum 2008. „Ég var svo eitt ár í Vín og fór þaðan til Connecticut í Bandaríkjunum í skóla sem heitir Hartt School of Music.“ Geirþrúður Ása er dóttir Guðjóns Davíðs Jónssonar, grafísks hönnuðar, og Brynju Margeirsdóttur kennara. „Foreldrar mínir eru tónlistarunnendur og samtaka í að styðja við allt sem viðkemur listinni. Ég er heppin þar,“ segir Geirþrúður Ása. „Vonandi finnst þeim gaman að hlusta á mig æfa mig!“ Julien Beurms hóf píanónám sitt sjö ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johans Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gegndi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan á námi stóð. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Við Julien kynntumst fyrst fyrir algera tilviljun sem Fulbright-styrkþegar, á ráðstefnu sem við vorum send á, hvort úr sinni áttinni. En byrjuðum að spila saman 2011,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem ásamt Belganum Julien Beurms heldur tónleika í Hannesarholti annað kvöld klukkan 20. Þar spila þau fiðlusónötu númer 2 eftir Brahms, rúmenska dansa eftir Béla Bartók, spænska svítu eftir Manuel de Falla og fyrstu fiðlusónötu Ravels. Spurningu um hvort þau Julien séu par svarar Geirþrúður neitandi. „En við erum bestu vinir. Vorum saman með tónleika í mars í Harvard-háskólanum í Boston og komum svo aftur saman núna í ágúst. Við pössum að spila alltaf saman á nokkrum tónleikum á ári, hér og þar.“ Geirþrúður Ása var að flytja til Íslands eftir sex ára útivist og ætlar að byrja að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. „Mér finnst algerlega tímabært að koma heim,“ segir hún. „Sex ár eru dálítið langur tími.“ Þriggja ára var hún þegar byrjuð að læra á fiðluna – í Susuki-skólanum. „Svo hélt ég bara áfram. Þetta var algerlega það sem mig langaði að gera. Ég var spilandi alls staðar og er enn. Lífið snýst um fiðluna,“ segir hún glaðlega og kveðst hafa lokið námi frá Listaháskólanum 2008. „Ég var svo eitt ár í Vín og fór þaðan til Connecticut í Bandaríkjunum í skóla sem heitir Hartt School of Music.“ Geirþrúður Ása er dóttir Guðjóns Davíðs Jónssonar, grafísks hönnuðar, og Brynju Margeirsdóttur kennara. „Foreldrar mínir eru tónlistarunnendur og samtaka í að styðja við allt sem viðkemur listinni. Ég er heppin þar,“ segir Geirþrúður Ása. „Vonandi finnst þeim gaman að hlusta á mig æfa mig!“ Julien Beurms hóf píanónám sitt sjö ára gamall og útskrifaðist frá konunglega tónlistarskólanum í Mons undir handleiðslu Johans Schmidt og Yuka Izutsu með þrár meistaragráður í píanóleik, meðleik og kennslufræði. Julien bauðst að stunda nám við New England Conservatory hjá Victor Rosenbaum árið 2011 og hlaut námsstyrk frá Fulbright vegna námsins. Þá gegndi hann einnig aðstoðarkennarastöðu við New England Conservatory í Boston á meðan á námi stóð.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira