Vígtenntar kanínur og myndlistarpólitík Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 10:30 Charles Uzzell-Edwards merkti Reykjavík með verðmætri list á meðan á dvöl hans stóð. Nordicphotos/Getty Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–martröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Martraðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verkunum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðarárstíg og Grettisgötu. Á Rauðarárstígnum er verk fyrir framan Innrammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaranum, spurður um hvað honum finnist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Instagram-síðu listamannsins, Pureevilgallery.Gegnumgangandi mótíf í götumyndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Telegraph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifamikið gallerí í nútímagötulist. Galleríið sýnir verk eftir unga og upprennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvörur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–martröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Martraðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verkunum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðarárstíg og Grettisgötu. Á Rauðarárstígnum er verk fyrir framan Innrammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaranum, spurður um hvað honum finnist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Instagram-síðu listamannsins, Pureevilgallery.Gegnumgangandi mótíf í götumyndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Telegraph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifamikið gallerí í nútímagötulist. Galleríið sýnir verk eftir unga og upprennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvörur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira