Kaleo spilar fyrir þotuliðið í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. september 2014 09:30 Kaleo Fréttablaðið/Arnþór „Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi. Kaleo Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi.
Kaleo Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira