Nóg er eftir af engu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 10:30 „Ekkert er að einhverju leyti það óskiljanlega, óútreiknanlega og óútskýranlega, jafnframt því að hafa engan augljósan tilgang,“ segja þau Freyja og Arnar. Mynd/úr einkasafni Áhugi á tómarúminu og alheiminum er orðinn að verkefninu Núll í höndum listamannanna Freyju Reynisdóttur og Arnars Ómarssonar sem starfa í Árósum í Danmörku. Það verkefni snýst um að gera ekkert úr engu og Freyja og Arnar hafa þegar lokið fyrsta hluta þess en í þessari viku er þriggja daga þagnargjörningur – og eins og Arnar orðar það: „Nóg er eftir af „engu“.“ „Fyrsti hlutinn af verkefninu var þriggja daga listasmiðja sem við héldum í samstarfi við Háskólann í Árósum; mannfræðideildin bauð tuttugu virtum mannfræðingum víðsvegar að úr heiminum til þátttöku,“ lýsir Freyja. „Við unnum með þeim við að brjóta niður fastmótaðar skilgreiningar á dagsdaglegum hlutum sem þeir komu með frá sínum sérsviðum og að heiman.“ Að loknum þagnargjörningnum í þessari viku segir Freyja þau Arnar ætla að vinna saman í þrjár vikur á vinnustofum sínum á Institut for X í Árósum. Þar muni þau framleiða og gera tilraunir á engu í ýmsum útfærslum. „Svo höldum við aðra smiðju þar sem við fáum til okkar ýmsa sérfræðinga til að skilgreina þá neind sem komin verður, og umbreytum henni þar með í skilgreinda verund. Það verður svo að bókverki sem fer á sýningu ásamt allri neindinni í lok september.“ Spurð hvort eitthvað verði til að sýna svarar Arnar: „Já. Það er hægt að gera mjög margt úr engu og öfugt. Eðlisfræðingar myndu líklegast ekki fallast á sumar hugmyndir okkar um neindina en listamenn hafa heldur enga skuldbindingu til að falla innan ramma eðlisfræðinnar. Kannski hljómar það einfalt að gera ekkert úr engu en hugmyndin um neindina er mjög krefjandi. Við verðum líklega með alveg helling af engu í lok mánaðar.“ „Það er mjög áhugavert að vinna með þessa hugmynd því hún teygir sig í svo skemmtilegar áttir,“ tekur Freyja undir. „Við byrjuðum Núll með pælingum um geiminn, Þetta óskiljanlega en samt skilgreinda tómarúm sem við vitum svo lítið um.“ „Núll er eiginlega bara einn stór gjörningur og við munum fallast á vald hans þar sem sköpunarkrafturinn og framtakssemin keyra okkur áfram,“ segir Arnar. „Við höfum bæði unnið að mörgum samstarfsverkefnum og haldið fjölda sýninga en að gera ekkert er alveg nýtt fyrir mér.“ Freyja kveðst hafa fiktað við að gera eitthvað sem svipi til Núlls en það hafi ekki gengið jafn langt. „Það er því nær ógerlegt að gera ekkert,“ segir hún. „En gífurlega spennandi að vinna með og kljást við.“Hægt er að fylgjast með verkefninu á whyissomethingratherthannothing.com. Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Áhugi á tómarúminu og alheiminum er orðinn að verkefninu Núll í höndum listamannanna Freyju Reynisdóttur og Arnars Ómarssonar sem starfa í Árósum í Danmörku. Það verkefni snýst um að gera ekkert úr engu og Freyja og Arnar hafa þegar lokið fyrsta hluta þess en í þessari viku er þriggja daga þagnargjörningur – og eins og Arnar orðar það: „Nóg er eftir af „engu“.“ „Fyrsti hlutinn af verkefninu var þriggja daga listasmiðja sem við héldum í samstarfi við Háskólann í Árósum; mannfræðideildin bauð tuttugu virtum mannfræðingum víðsvegar að úr heiminum til þátttöku,“ lýsir Freyja. „Við unnum með þeim við að brjóta niður fastmótaðar skilgreiningar á dagsdaglegum hlutum sem þeir komu með frá sínum sérsviðum og að heiman.“ Að loknum þagnargjörningnum í þessari viku segir Freyja þau Arnar ætla að vinna saman í þrjár vikur á vinnustofum sínum á Institut for X í Árósum. Þar muni þau framleiða og gera tilraunir á engu í ýmsum útfærslum. „Svo höldum við aðra smiðju þar sem við fáum til okkar ýmsa sérfræðinga til að skilgreina þá neind sem komin verður, og umbreytum henni þar með í skilgreinda verund. Það verður svo að bókverki sem fer á sýningu ásamt allri neindinni í lok september.“ Spurð hvort eitthvað verði til að sýna svarar Arnar: „Já. Það er hægt að gera mjög margt úr engu og öfugt. Eðlisfræðingar myndu líklegast ekki fallast á sumar hugmyndir okkar um neindina en listamenn hafa heldur enga skuldbindingu til að falla innan ramma eðlisfræðinnar. Kannski hljómar það einfalt að gera ekkert úr engu en hugmyndin um neindina er mjög krefjandi. Við verðum líklega með alveg helling af engu í lok mánaðar.“ „Það er mjög áhugavert að vinna með þessa hugmynd því hún teygir sig í svo skemmtilegar áttir,“ tekur Freyja undir. „Við byrjuðum Núll með pælingum um geiminn, Þetta óskiljanlega en samt skilgreinda tómarúm sem við vitum svo lítið um.“ „Núll er eiginlega bara einn stór gjörningur og við munum fallast á vald hans þar sem sköpunarkrafturinn og framtakssemin keyra okkur áfram,“ segir Arnar. „Við höfum bæði unnið að mörgum samstarfsverkefnum og haldið fjölda sýninga en að gera ekkert er alveg nýtt fyrir mér.“ Freyja kveðst hafa fiktað við að gera eitthvað sem svipi til Núlls en það hafi ekki gengið jafn langt. „Það er því nær ógerlegt að gera ekkert,“ segir hún. „En gífurlega spennandi að vinna með og kljást við.“Hægt er að fylgjast með verkefninu á whyissomethingratherthannothing.com.
Menning Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira