Nóg að gera eftir að starfsferlinum lauk Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2014 12:00 Afmælisbarnið Ásthildur Cesil hefur lagt mikla rækt við bæði tónlist og garðyrkju síðustu áratugi. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson „Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“ Aldrei fór ég suður Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
„Hvernig á maður að kunna að meta það góða ef maður þekkir ekki það slæma?“ spyr Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur á Ísafirði, sem er sjötug í dag. Ásthildur er alin upp á Ísafirði og hefur búið þar alla sína ævi utan tveggja ára í Glasgow og eins vetrar í Svíþjóð. „Ég var í lýðháskóla í Svíþjóð en fór bara í ævintýraleit til Glasgow. Fyrst vann ég á elliheimili í borginni og sem au-pair. Þetta var svona ævintýraþrá. Hins vegar hef ég alltaf haft það best í Skutulsfirðinum heima í þeirri fjalladýrð sem þar ríkir.“ Ísafjörður hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Ásthildar. Nær allur starfsaldur hennar hefur farið í það að fegra bæinn og gera ásýnd hans sem ákjósanlegasta fyrir augað. „Ég var garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar í um þrjátíu ár og hætti hjá bænum bara fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Hins vegar held ég áfram að vera með garðyrkjustöðina mína hér við heimilið mitt.“ Ásthildi finnst hún ekki geta hætt garðyrkjunni að öllu leyti; hún iðki ennþá þessa list sína. Þegar viðfangsefni líkt og garðyrkja eigi hug manns allan alla ævi sé ekki hægt að slíta sig frá þeirri iðju og henni finnist gaman að stússast í þessu. „Hins vegar er það mín tilfinning að það hafi aldrei verið eins mikið að gera hjá mér síðan ég hætti að vinna og fór á eftirlaun.“ Veturnir á Ísafirði, snjóþyngsli með tilheyrandi óþægindum, eru að mati Ásthildar alls ekki vandamál. Tekur hún veðri og lífsins ólgusjó af miklu æðruleysi. „Jú, jú, það getur verið snjór hérna en maður tekur því bara. Hvernig getur maður kunnað að meta það góða ef maður hefur aldrei kynnst því slæma?“ Ásthildur hefur í gegnum tíðina einnig verið dugleg við texta- og lagasmíðar. Vestfirska kvennahljómsveitin Sokkabandið er án nokkurs vafa sú frægasta sem hún hefur starfað með og kom hún aftur saman fyrir nokkrum árum og spilaði á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Já, árið 1985 gaf ég út vínylbreiðskífu þar sem ég samdi bæði öll lög og alla texta. Ég byrjaði hins vegar ung að syngja og hef tekið þátt í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá sextán ára aldri, eða allt frá því að syngja með frændum mínum í BG, Balda og Kalla, og upp í Sokkabandið.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn úr mismunandi áttum. Hún sér fyrir sér gleði og ánægju næstu árin í rólegu og góðu samfélagi á Vestfjörðum. „Á meðan ég hef heilsu til og líður vel þá mun ég halda mínu striki líkt og ég hef gert síðustu ár. Á Ísafirði er gott að vera, vinalegt samfélag þar sem maður þekkir flesta, fjarri ys og þys stórborgarinnar. „Hér er gott að ala upp börn og kvöldstillurnar eru góðar.“
Aldrei fór ég suður Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira