Fjölbragðasýning hjá Hymnodiu í Dalabúð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 17:00 Hymnodia ætlar að flytja þjóðlög frá öllum heimshornum, svo sem skoska drykkjuvísu, mexíkóskan baráttusöng og finnskan polka. Mynd/úr einkasafni „Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira