Fyrirlestrar, málstofur og gjörningar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 12:30 Amy Tan mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Mynd: NordicphotosGetty Ráðstefnan Art in Translation hefst í dag og stendur til 20. september. Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem að henni standa. Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli, eða The Art of Being In-Between. Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í átján málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, vídeólist, myndlist og gjörningalist, þýðingar, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem boðið verður upp á listgjörninga. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar sem þær hafa komið út. Hún mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen, sérfræðingur um arabískar bókmenntir og þýðingar, Matthew Rubery, sem er sérfróður um lestrarvenjur, hljóðbækur og blindraletur, og David Spurr, sérfræðingur um samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum. Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar í kvöld. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi til 4. október. Í gjörningahluta ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum meðal annars boðið að fara ofan í holu íslenskra fræða í fylgd Töfrafjallsins, en það er hópur skipaður bæði listamönnum og fræðimönnum, og upplifa þar nýja og óvænta sýn á íslenskan veruleika. Á meðal fræðilegra erinda má nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke.Dagskrána má nálgast í heild sinni á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ráðstefnan Art in Translation hefst í dag og stendur til 20. september. Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem að henni standa. Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli, eða The Art of Being In-Between. Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í átján málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, vídeólist, myndlist og gjörningalist, þýðingar, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem boðið verður upp á listgjörninga. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar sem þær hafa komið út. Hún mun flytja erindi og svara spurningum áheyrenda í Silfurbergi í Hörpu annað kvöld klukkan 20. Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen, sérfræðingur um arabískar bókmenntir og þýðingar, Matthew Rubery, sem er sérfróður um lestrarvenjur, hljóðbækur og blindraletur, og David Spurr, sérfræðingur um samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum. Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar í kvöld. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi til 4. október. Í gjörningahluta ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum meðal annars boðið að fara ofan í holu íslenskra fræða í fylgd Töfrafjallsins, en það er hópur skipaður bæði listamönnum og fræðimönnum, og upplifa þar nýja og óvænta sýn á íslenskan veruleika. Á meðal fræðilegra erinda má nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke.Dagskrána má nálgast í heild sinni á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp