Íslenskir yfirburðir í norsku úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2014 06:00 Hjörtur Logi hefur verið duglegur að mata samherja sína. vísir/vilhelm Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira