Fantasía um eigin kynslóð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. september 2014 11:00 Sverrir Norland. „Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur?” Vísir/Valli Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira