Ljóskur sem draga úr heilastarfsemi karla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2014 12:30 Bók Birgis með myndum af ljóskum framan á plötuumslögum er gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. vísir/ernir Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira