Hera og Jed spila á Iceland Airwaves Viktoría Hermannsdóttir skrifar 8. október 2014 12:00 Þau Jed og Hera kynntust fyrir tveimur árum og hafa verið að semja saman og spila síðan þá. „Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni. Airwaves Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni.
Airwaves Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira