Háhraða hugarró Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ég ók eins og fjandinn væri á hælunum á mér. Sveiflaðist milli akreina eins og ég væri að sikksakka buxnaskálm með spori 4. Skipti niður, gaf í, bremsaði snögglega og skaut mér inn á milli. Hjartað ólmaðist í brjóstinu þegar litlu mátti muna eitt skiptið og bálreiður ökumaður þeytti hornið. Ég svaraði í sömu mynt og lamdi í stýrið til áhersluauka. Steig svo fast á bensíngjöfina og komst inn í röðina fyrir framan hann. Þetta aksturslag náði engri átt en það varð að hafa það. Ég var sein fyrir. Ég var varla komin út úr hverfinu en ferðinni var heitið í næsta bæjarfélag. Það voru óþægilega margir á sömu leið, þvældust fyrir mér og ýfðu skapið. „Af hverju er fólk ekki bara heima hjá sér,“ öskraði ég á bílrúðuna og gaf ekkert fyrir undrunarsvip farþegans í næsta bíl. Þegar út á hraðbrautina var komið gengu hlutirnir hraðar og ég spólaði áfram, vongóð um að ná í tæka tíð. Rauð ljós töfðu þó enn fyrir mér en með miðflóttaaflinu vann ég upp tíma á hringtorgum. Af hverju fór ég ekki fyrr af stað? Sumir dagar eru bara svona. Gjörsamlega ekki ein einasta mínúta aflögu. Teygst hafði úr vinnudeginum og þegar heim var komið biðu hversdagslegar annir sem ég gat ekki sleppt. Ég lagði af stað um leið og ég hafði gefið ormunum hressingu, hlustað á heimalesturinn, hengt upp úr vélinni, hent í aftur, hreinsað upp, gengið frá, allt á innan við 11 mínútum! Á áfangastað tróð ég mér á milli bíla á ruglingslegu bílastæðinu, svo þröngt að ég þurfti nánast að smokra mér út um bílgluggann. Stökk yfir drullupollana, þeyttist inn um dyrnar, niður tröppurnar, reif mig úr skónum, henti af mér úlpunni, kastaðist inn í salinn og fleygði mér á dýnuna. „Einbeitið ykkur að andardrættinum og kyrrið hugann. Skiljið allt áreiti eftir fyrir utan salinn. Næsta klukkutímann verðum við bara hér og nú,“ sagði flauelsmjúk rödd. Nei, bara, ég var á leiðinni í jóga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun
Ég ók eins og fjandinn væri á hælunum á mér. Sveiflaðist milli akreina eins og ég væri að sikksakka buxnaskálm með spori 4. Skipti niður, gaf í, bremsaði snögglega og skaut mér inn á milli. Hjartað ólmaðist í brjóstinu þegar litlu mátti muna eitt skiptið og bálreiður ökumaður þeytti hornið. Ég svaraði í sömu mynt og lamdi í stýrið til áhersluauka. Steig svo fast á bensíngjöfina og komst inn í röðina fyrir framan hann. Þetta aksturslag náði engri átt en það varð að hafa það. Ég var sein fyrir. Ég var varla komin út úr hverfinu en ferðinni var heitið í næsta bæjarfélag. Það voru óþægilega margir á sömu leið, þvældust fyrir mér og ýfðu skapið. „Af hverju er fólk ekki bara heima hjá sér,“ öskraði ég á bílrúðuna og gaf ekkert fyrir undrunarsvip farþegans í næsta bíl. Þegar út á hraðbrautina var komið gengu hlutirnir hraðar og ég spólaði áfram, vongóð um að ná í tæka tíð. Rauð ljós töfðu þó enn fyrir mér en með miðflóttaaflinu vann ég upp tíma á hringtorgum. Af hverju fór ég ekki fyrr af stað? Sumir dagar eru bara svona. Gjörsamlega ekki ein einasta mínúta aflögu. Teygst hafði úr vinnudeginum og þegar heim var komið biðu hversdagslegar annir sem ég gat ekki sleppt. Ég lagði af stað um leið og ég hafði gefið ormunum hressingu, hlustað á heimalesturinn, hengt upp úr vélinni, hent í aftur, hreinsað upp, gengið frá, allt á innan við 11 mínútum! Á áfangastað tróð ég mér á milli bíla á ruglingslegu bílastæðinu, svo þröngt að ég þurfti nánast að smokra mér út um bílgluggann. Stökk yfir drullupollana, þeyttist inn um dyrnar, niður tröppurnar, reif mig úr skónum, henti af mér úlpunni, kastaðist inn í salinn og fleygði mér á dýnuna. „Einbeitið ykkur að andardrættinum og kyrrið hugann. Skiljið allt áreiti eftir fyrir utan salinn. Næsta klukkutímann verðum við bara hér og nú,“ sagði flauelsmjúk rödd. Nei, bara, ég var á leiðinni í jóga!
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun