Þær reka saman verslunina Kirsuberjatréð ásamt níu öðrum listamönnum, en hugmyndin að samvinnunni kviknaði þegar þær fóru saman í ferð til Akureyrar. „Við eyddum dágóðum tíma í bílnum á leiðinni og ræddum um ýmislegt, þá aðallega lífið og tilveruna.

Í línunni er að finna hringa úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Hringarnir eru í öllum stærðum, þannig að þú getur raðað þeim á fingurna að vild og haft þá hvar á fingrinum sem er,“ segir Kolbrún.Hringarnir eru eins og áður sagði úr messing, kopar og gegnheilu silfri. „Þeir eru fjölbreyttir en flestir mjög stílhreinir, en allir mismunandi. Silfurhringarnir eru bæði til snúnir og flatir.

„Við lágum lengi yfir nafninu, en á endanum kom það og við erum mjög ánægðar með það. Hringar sem ná ekki alveg niður á fingurinn eru kallaðir kjúkuhringar (knucklerings) og Iidem þýðir kjúka á latnesku. Okkur fannst orðið líka fallegt og það passaði vel.“