Sýndi eigin fatalínu á tískuviku í London Elín Albertsdóttir skrifar 9. október 2014 10:00 Tinna Bergmann ásamt hundinum sínum, Ísak, sem flutti með henni til Englands frá Íslandi. Mynd úr einkasafni Hluti hönnnunar Tinnu sem hún sýndi á tískuvikunum í London og París. Tinna Bergmann Jónsdóttir hefur markaðssett eigin línu undir nafninu Tiaber. Hún sýndi hönnun sína á tískuvikum í London og París. Áður en Tinna hóf nám við De Monfort University í Leicester starfaði hún sem hársnyrtir á hárgreiðslustofunni Aveda á Skólavörðustíg en gekk alltaf með þann draum að fara í hönnun. Hún ákvað að leggja land undir fót og fékk vinnu sem hársnyrtir í London. „Sú vinna leiddi mig í De Montort-háskólann því ég fékk vinnu við greiðslu fyrir lokasýningu í skólanum. Þar kynntist ég starfseminni og leist mjög vel á námið og skólann. Örlögin gripu því í taumana. Ég sótti um strax eftir sýninguna og fékk inngöngu. Þetta var afar skemmtilegt en erfitt nám. Námið var svo strembið að það var ekkert hægt að vinna með því, alltaf skil á stórum verkefnum eftir jóla- eða páskafrí,“ segir Tinna.Alltaf að breyta og bæta Tinna lauk náminu árið 2012. „Á fyrsta ári í skólanum var ég komin með hugmynd að eigin fatalínu. Á unglingsárunum var ég alltaf að breyta fötum og sauma á gömlu Singer-saumavélina hennar mömmu. Mér fannst það svo skemmtilegt,“ segir hún. „Þessi áhugi jókst með náminu og ég fór að þróa eigin fatalínu undir nafninu Tiaber.“Mikil samkeppni Tinna segir erfitt að fóta sig í Bretlandi, mikil samkeppni er á þessum markaði en flest tækifærin. „Ég var alltaf ákveðin í að framleiðslan færi fram í Bretlandi, ég vildi geta fylgst með hver væri að sauma og hvaða efni væru notuð. Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hafa gæðaefni í framleiðslunni. Öll efnin mín eru búin til í London fyrir utan fiskinn sem kemur frá Sauðárkróki og leðrið frá Ítalíu. Það tók nokkurn tíma að koma framleiðslunni í gang. Ég gat ekki hugsað mér að konur í Taílandi eða á Indlandi, sem væru með eitt pund á dag, væru að vinna fötin mín. Fleiri hönnuðir ættu að hugsa á sömu nótum og styðja eigin markað og jafnfram þrýsta á betri launakjör í öðrum löndum. Það yrði einnig til að auka gæði þar sem hönnuðurinn er nær sinni eigin framleiðslu. Ég er í mjög góðu sambandi við verksmiðjuna sem saumar fyrir mig,“ segir Tinna.Frábær viðbrögð Með því að koma fatalínu sinni inn á tískuvikuna í London, London Fashion Week, gat Tinna kynnt framleiðsluna fyrir kaupendum. „Það er erfitt að koma nýju merki á markaðinn svo ég var heppin. Ég fann strax fyrir mjög góðum viðbrögðum. Í framhaldinu sýndi ég á tískuvikunni í París og fékk jafnframt mjög góð viðbrögð þar, meðal annars frá þekktum fatahönnuðum. Það var gleðilegt að fá þessi fínu viðbrögð. Eftir áramótin fer fatalínan mín í verslun hér í London en það er sumarlínan 2015. Einnig hef ég fengið nokkrar beiðnir frá netverslunum sem ég er að skoða. Ég mun einnig selja fatnað frá mér í Pop Up-verslun í Fulham í London fyrir jólin.“Margt að gerast Um þessar mundir er Tinna með tvo starfsmenn á hönnunarstofu sinni, stúlku í starfsnámi sem er með BA-gráðu í tískumarkaðsfræðum og skólasystur sína sem hjálpar henni í framleiðsluferlinu. „Það tekur tíma að afla sér tekna í þessu fagi og ég þarf að vinna í hlutastarfi hjá Isabel Marant til að eiga fyrir leigunni,“ útskýrir Tinna sem ætlar að búa áfram og starfa í London. „Ég sakna Íslands en hér í London er allt sem maður þarf. Hugmyndir að vetrarlínu 2015-2016 eru núna á teikniborðinu. Ég hef boð um að sýna á tískuviku í Berlín í janúar og er að skoða það dæmi núna. Það er því margt að gerast.“ Hægt er að skoða hönnun Tinnu á heimasíðunni tiaber.com Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hluti hönnnunar Tinnu sem hún sýndi á tískuvikunum í London og París. Tinna Bergmann Jónsdóttir hefur markaðssett eigin línu undir nafninu Tiaber. Hún sýndi hönnun sína á tískuvikum í London og París. Áður en Tinna hóf nám við De Monfort University í Leicester starfaði hún sem hársnyrtir á hárgreiðslustofunni Aveda á Skólavörðustíg en gekk alltaf með þann draum að fara í hönnun. Hún ákvað að leggja land undir fót og fékk vinnu sem hársnyrtir í London. „Sú vinna leiddi mig í De Montort-háskólann því ég fékk vinnu við greiðslu fyrir lokasýningu í skólanum. Þar kynntist ég starfseminni og leist mjög vel á námið og skólann. Örlögin gripu því í taumana. Ég sótti um strax eftir sýninguna og fékk inngöngu. Þetta var afar skemmtilegt en erfitt nám. Námið var svo strembið að það var ekkert hægt að vinna með því, alltaf skil á stórum verkefnum eftir jóla- eða páskafrí,“ segir Tinna.Alltaf að breyta og bæta Tinna lauk náminu árið 2012. „Á fyrsta ári í skólanum var ég komin með hugmynd að eigin fatalínu. Á unglingsárunum var ég alltaf að breyta fötum og sauma á gömlu Singer-saumavélina hennar mömmu. Mér fannst það svo skemmtilegt,“ segir hún. „Þessi áhugi jókst með náminu og ég fór að þróa eigin fatalínu undir nafninu Tiaber.“Mikil samkeppni Tinna segir erfitt að fóta sig í Bretlandi, mikil samkeppni er á þessum markaði en flest tækifærin. „Ég var alltaf ákveðin í að framleiðslan færi fram í Bretlandi, ég vildi geta fylgst með hver væri að sauma og hvaða efni væru notuð. Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hafa gæðaefni í framleiðslunni. Öll efnin mín eru búin til í London fyrir utan fiskinn sem kemur frá Sauðárkróki og leðrið frá Ítalíu. Það tók nokkurn tíma að koma framleiðslunni í gang. Ég gat ekki hugsað mér að konur í Taílandi eða á Indlandi, sem væru með eitt pund á dag, væru að vinna fötin mín. Fleiri hönnuðir ættu að hugsa á sömu nótum og styðja eigin markað og jafnfram þrýsta á betri launakjör í öðrum löndum. Það yrði einnig til að auka gæði þar sem hönnuðurinn er nær sinni eigin framleiðslu. Ég er í mjög góðu sambandi við verksmiðjuna sem saumar fyrir mig,“ segir Tinna.Frábær viðbrögð Með því að koma fatalínu sinni inn á tískuvikuna í London, London Fashion Week, gat Tinna kynnt framleiðsluna fyrir kaupendum. „Það er erfitt að koma nýju merki á markaðinn svo ég var heppin. Ég fann strax fyrir mjög góðum viðbrögðum. Í framhaldinu sýndi ég á tískuvikunni í París og fékk jafnframt mjög góð viðbrögð þar, meðal annars frá þekktum fatahönnuðum. Það var gleðilegt að fá þessi fínu viðbrögð. Eftir áramótin fer fatalínan mín í verslun hér í London en það er sumarlínan 2015. Einnig hef ég fengið nokkrar beiðnir frá netverslunum sem ég er að skoða. Ég mun einnig selja fatnað frá mér í Pop Up-verslun í Fulham í London fyrir jólin.“Margt að gerast Um þessar mundir er Tinna með tvo starfsmenn á hönnunarstofu sinni, stúlku í starfsnámi sem er með BA-gráðu í tískumarkaðsfræðum og skólasystur sína sem hjálpar henni í framleiðsluferlinu. „Það tekur tíma að afla sér tekna í þessu fagi og ég þarf að vinna í hlutastarfi hjá Isabel Marant til að eiga fyrir leigunni,“ útskýrir Tinna sem ætlar að búa áfram og starfa í London. „Ég sakna Íslands en hér í London er allt sem maður þarf. Hugmyndir að vetrarlínu 2015-2016 eru núna á teikniborðinu. Ég hef boð um að sýna á tískuviku í Berlín í janúar og er að skoða það dæmi núna. Það er því margt að gerast.“ Hægt er að skoða hönnun Tinnu á heimasíðunni tiaber.com
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira