Ellefu ný verk unnin út frá gömlum munum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 12:00 Nokkrir listamannanna sem eiga verk á sýningunni ásamt Írisi Ólöfu sýningarstjóra. vísir/Auðunn „Fyrir nokkuð mörgum árum kom ég að máli við þáverandi forstöðumann Listasafnsins á Akureyri og kom þeirri skoðun minni á framfæri að mér fyndist skorta á að það væri skoðað hvað byggðasöfn eru í rauninni stútfull af myndlist,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, um upphafið á samstarfi hennar og Listasafns Akureyrar. „Ég bauðst til að koma með einhverja gripi á safnið en á þeim tíma reyndist ekki áhugi fyrir því. Fyrir einu og hálfu ári hringdi hann svo í mig og bauð mér að gera þessa sýningu sem verður opnuð í dag.“ Sýningin nefnist Myndlist minjar / Minjar myndlist og þar gefur annars vegar að líta muni markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningarsögu Dalvíkurbyggðar. Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28 til 70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason. „Ég velti því mjög lengi fyrir mér hverja ég ætti að velja,“ segir Íris Ólöf. „Ég vildi hafa breitt aldursbil, fleiri konur en karla, fólk sem ynni í ólíka miðla og svo framvegis. Að lokum ákvað ég að gerast bara egósentrísk og velja þá myndlistarmenn sem ég vildi helst fá. Sterka listamenn sem ég treysti í þetta verkefni og vissi að færu alla leið með það.“ Auk nýju listaverkanna ellefu og munanna sem þau eru unnin út frá eru á sýningunni tuttugu gripir sem Íris Ólöf hefur valið. „Ég sýni þá gripi án sögunnar í kringum þá þannig að þeir standa bara sem sjálfstæð verk,“ segir hún. Sýningin stendur til 7. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Fyrir nokkuð mörgum árum kom ég að máli við þáverandi forstöðumann Listasafnsins á Akureyri og kom þeirri skoðun minni á framfæri að mér fyndist skorta á að það væri skoðað hvað byggðasöfn eru í rauninni stútfull af myndlist,“ segir Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, um upphafið á samstarfi hennar og Listasafns Akureyrar. „Ég bauðst til að koma með einhverja gripi á safnið en á þeim tíma reyndist ekki áhugi fyrir því. Fyrir einu og hálfu ári hringdi hann svo í mig og bauð mér að gera þessa sýningu sem verður opnuð í dag.“ Sýningin nefnist Myndlist minjar / Minjar myndlist og þar gefur annars vegar að líta muni markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningarsögu Dalvíkurbyggðar. Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28 til 70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason. „Ég velti því mjög lengi fyrir mér hverja ég ætti að velja,“ segir Íris Ólöf. „Ég vildi hafa breitt aldursbil, fleiri konur en karla, fólk sem ynni í ólíka miðla og svo framvegis. Að lokum ákvað ég að gerast bara egósentrísk og velja þá myndlistarmenn sem ég vildi helst fá. Sterka listamenn sem ég treysti í þetta verkefni og vissi að færu alla leið með það.“ Auk nýju listaverkanna ellefu og munanna sem þau eru unnin út frá eru á sýningunni tuttugu gripir sem Íris Ólöf hefur valið. „Ég sýni þá gripi án sögunnar í kringum þá þannig að þeir standa bara sem sjálfstæð verk,“ segir hún. Sýningin stendur til 7. desember og er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira