Heil eilífð í helvíti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2014 09:00 Ég hef örugglega ekki verið deginum eldri en ellefu ára þegar bekkjarpartíin hættu að snúast um skotbolta, stólaleik og lakkrísrör. Leikir eins og Kyss kyss og út af, Sannleikurinn eða kontor og Ein mínúta í helvíti fylltu dagskrána. Forvitnin var óseðjandi í leitinni að sjálfinu og viðurkenningarþörfin streymdi um hormónatremmaðan líkamann. Hver finnst þér sætasta stelpan í bekknum? Hver svo? Hver svo? Þannig hélt leikurinn áfram þar til nafnið manns var loksins nefnt. Það gat sannarlega verið erfitt að vera númer tíu, af tíu. Svo fengu kossar á kinnina að fjúka. Þeir villtustu kysstu á munninn. Sumir fengu aldrei koss eða voru sérstaklega valdir til að stríða þeim sem þeir áttu að kyssa. Ojjjjj. Með hverju árinu urðu spurningarnar grófari og kontorinn djarfari. Ein mínúta í helvíti gat skilið eftir skrítna tilfinningu. Þrettán ára, enn að missa barnatennurnar, lokuð ein með þremur strákum í herbergi og þeir máttu gera allt. Þeir sem stoppuðu leikinn voru aumingjar. Svo voru alltaf einhverjir sem gengu lengra en aðrir og það var aldeilis smjattað á því. Hver leyfði hitt og hver gerði annað. Orðin dræsa, hóra og lauslát fengu að fjúka. Alltaf í kvenkyni. Í dag er hvolpavitið tæknivætt. Leitað er að viðurkenningu með „sexí“ prófílmynd, svo eru lækin talin og sjálfið speglast í tölunni. Sumir fá aldrei læk. Í stað kontors eru nektarmyndir sendar og sagt er frá leyndarmálum í netspjalli. Sumir senda fleiri myndir en aðrir og smjattað er á því á spjallþráðum. Orðin dræsa, hóra og lauslát fá að fjúka. Alltaf í kvenkyni. Alveg eins og þrettán ára stelpan með barnatennurnar uppgötvaði einn daginn að Ein mínúta í helvíti væri óþægilegur leikur sem hún vildi ekki lengur taka þátt í, mun sexí2001 á Snapchat uppgötva einn daginn að nektarmyndir séu ekki rétta leiðin að hjarta stráksins sem hún er skotin í. Hver er munurinn? Þessi þrettán ára lærði að setja mörk í litlum hópi bekkjarfélaga. Myndir af sexí2001 verða aðgengilegar á netinu það sem eftir er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ég hef örugglega ekki verið deginum eldri en ellefu ára þegar bekkjarpartíin hættu að snúast um skotbolta, stólaleik og lakkrísrör. Leikir eins og Kyss kyss og út af, Sannleikurinn eða kontor og Ein mínúta í helvíti fylltu dagskrána. Forvitnin var óseðjandi í leitinni að sjálfinu og viðurkenningarþörfin streymdi um hormónatremmaðan líkamann. Hver finnst þér sætasta stelpan í bekknum? Hver svo? Hver svo? Þannig hélt leikurinn áfram þar til nafnið manns var loksins nefnt. Það gat sannarlega verið erfitt að vera númer tíu, af tíu. Svo fengu kossar á kinnina að fjúka. Þeir villtustu kysstu á munninn. Sumir fengu aldrei koss eða voru sérstaklega valdir til að stríða þeim sem þeir áttu að kyssa. Ojjjjj. Með hverju árinu urðu spurningarnar grófari og kontorinn djarfari. Ein mínúta í helvíti gat skilið eftir skrítna tilfinningu. Þrettán ára, enn að missa barnatennurnar, lokuð ein með þremur strákum í herbergi og þeir máttu gera allt. Þeir sem stoppuðu leikinn voru aumingjar. Svo voru alltaf einhverjir sem gengu lengra en aðrir og það var aldeilis smjattað á því. Hver leyfði hitt og hver gerði annað. Orðin dræsa, hóra og lauslát fengu að fjúka. Alltaf í kvenkyni. Í dag er hvolpavitið tæknivætt. Leitað er að viðurkenningu með „sexí“ prófílmynd, svo eru lækin talin og sjálfið speglast í tölunni. Sumir fá aldrei læk. Í stað kontors eru nektarmyndir sendar og sagt er frá leyndarmálum í netspjalli. Sumir senda fleiri myndir en aðrir og smjattað er á því á spjallþráðum. Orðin dræsa, hóra og lauslát fá að fjúka. Alltaf í kvenkyni. Alveg eins og þrettán ára stelpan með barnatennurnar uppgötvaði einn daginn að Ein mínúta í helvíti væri óþægilegur leikur sem hún vildi ekki lengur taka þátt í, mun sexí2001 á Snapchat uppgötva einn daginn að nektarmyndir séu ekki rétta leiðin að hjarta stráksins sem hún er skotin í. Hver er munurinn? Þessi þrettán ára lærði að setja mörk í litlum hópi bekkjarfélaga. Myndir af sexí2001 verða aðgengilegar á netinu það sem eftir er.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun